Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

lesfimi

Hvað er hvað og hvað þarf til?

í Greinar


Guðbjörg R. Þórisdóttir

 

Nú eru liðin um tvö og hálft ár frá því að sveitarfélög og ríki gerðu með sér Þjóðarsáttmála um læsi en á þessum tíma hafa ýmsar aðgerðir og verkefni litið dagsins ljós. Sveitarfélög hafa mörg hver sett sér læsisstefnu, skólar hafa hrundið af stað metnaðarfullum áætlunum til að bæta læsi nemenda sinna og bókasöfn hafa hugað enn betur að ungum viðskiptavinum sínum svo dæmi séu tekin. Læsisverkefni Menntamálastofnunar hefur átt farsælt samstarf við fjölda stofnana og félagasamtaka og er það einkar ánægjulegt hve margir hafa lýst sig reiðubúna að leggja hönd á plóg við að bæta læsi íslenskra barna. Að öðrum ólöstuðum hefur samstarfið við Ríkisútvarpið verið einkar gjöfult en verkefnið Sögur hefur teygt anga sína víða og er nú svo komið að mynduð hafa verið regnhlífarsamtökin Sögur-barnamenning á Íslandi. Aðilar að þeim eru Samtök íslenskra barna- og unglingabókahöfunda, Borgarleikhúsið, Borgarbókasafnið, Barnamenningarhátíð, IBBY, Reykjavík bókmenntaborg UNESCO, Reykjavíkurborg, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, Miðja máls og læsis, Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og Útvarpsleikhúsið. Læsisverkefnið hefur einnig átt samstarf við fræðimenn innan háskólasamfélagsins, Kennarasamband Íslands, Samtök fagfólks á almenningsbókasöfnum, Félag fagfólks á skólasöfnum og Heimili og skóla en þessi listi er ekki tæmandi. Gunnar Helgason, rithöfundur og formaður SÍUNG, hefur nýlokið ferð sinni til grunnskóla á Austurlandi á vegum verkefnisins þar sem hann kynnti m.a. gildi læsis og mikilvægi þess að vera duglegur að lesa. Fleiri slík verkefni munu líta dagsins ljós á komandi hausti. Lesa meira…

Hversu hratt er nógu hratt? – Tengsl lestrarhraða, lesfimi og lesskilnings

í Greinar

Rannveig Oddsdóttir

 

Hraðapróf og hraðaviðmið hafa verið nokkuð í umræðunni undanfarin misseri eftir að Menntamálastofnun gaf út ný lesfimipróf fyrir grunnskólanemendur og viðmið um raddlestrarhraða fyrir alla árganga grunnskóla. Helstu rökin fyrir því að prófa lestrarhraða barna reglulega allt frá upphafi formlegs lestrarnáms og til loka grunnskólagöngu, eins og lagt er til í leiðbeiningum með nýútkomnum lesfimiprófum, eru þau að rannsóknir hafa sýnt að lestrarhraði tengist mörgum öðrum mælingum á læsi svo sem lesskilningi. En hvað mæla hraðlestrarpróf í raun og hversu gott tæki eru þau til að fylgjast með framvindu læsis grunnskólabarna? Í þessari grein er reynt að svara þeirri spurningu. Fjallað er um það hvað lesfimi felur í sér, hvernig lestrarhraði og lesfimi tengist lesskilningi, hvernig meta má lesfimi og hvernig mat gagnast annars vegar til að fá upplýsingar um stöðu ákveðinna hópa og hins vegar til að styðja við nám nemenda. Lesa meira…

Fara í Topp