Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

leikskóli

Fyrstu skref í samleik – Starfendarannsókn um samskipti ungra barna í ærslaleik

í Greinar

Ritrýnd grein

Hugrún Helgadóttir og Hrönn Pálmadóttir

Ágrip

Greinin er byggð á starfendarannsókn þar sem rýnt var í þróun nýrra starfshátta í leikskóla og áhrif þeirra á samskipti og leik yngstu barnanna. Gagnaöflun fór fram á tímabilinu október 2019 til febrúar 2020. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig breytingar á námsumhverfi og starfsháttum höfðu áhrif á samskipti og ærslaleik eins og tveggja ára barna á einni deild í leikskóla. Ærslaleikur ungra barna er skilgreindur sem leikstíll sem einkennist af hreyfingu, líkamstjáningu og hljóðum. Í starfendarannsókninni var sjónum beint að því hvernig ærslaleikurinn ýtti undir samskipti barnanna. Auk þess var kannað hvernig breytt fyrirkomulag á námsumhverfi og markviss stuðningur kennara við leikinn studdi við samleik barnanna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að breytt námsumhverfi deildarinnar ýtti undir samskipti barnanna og leik. Ærslahorn sem sett var upp á deildinni varð svæði fyrir börnin til að ærslast á og þróa samleik sinn. Á rannsóknartímabilinu sóttust börnin eftir að fara saman í hornið sem leiddi til þess að félagstengsl og samskipti þeirra efldust. Ærslaleikurinn, þar sem líkamstjáning var í forgrunni, studdi við samskipti barnanna. Leikurinn veitti bæði þeim börnum sem voru farin að nota tungumálið, sem og hinum sem lítið eða ekkert voru farin að nota málið til tjáningar, grundvöll til samskipta. Niðurstöður sýndu einnig að nærvera kennara og stuðningur við samskipti og leik barnanna skipti miklu máli, ekki aðeins til þess að leiðbeina þeim í leik, heldur jafnframt til að veita börnunum öryggi og stuðning í félagslegum aðstæðum. Lesa meira…

Hænurnar á hólnum: Menntun til sjálfbærni á leikskólanum Urðarhóli

í Greinar

Birna Bjarnarson

 

Það er ekki algengt að leikskólar haldi dýr. Heilsuleikskólinn Urdarhóll hefur undanfarið verið með sex hænur í litlu húsi á leikskólalóðinni og skiptist starfsfólk og börn leikskólans á að sjá um þær á virkum dögum og fjölskyldur barnanna um helgar. Hænurnar fá matarafganga eftir matartímann í leikskólanum og þannig minnkar magnið af lífrænu sorpi sem annars er sent í burtu. Hænurnar gefa svo frá sér egg sem síðan nýtast í leikskólanum.

Umhverfismál er okkur flestum ofarlega í huga. Við heyrum af því í fjölmiðlum að tími sé kominn til að við breytum hegðun okkar og neyslu ef ekki á illa að fara. Fjöldi heimila, fyrirtækja og opinberra stofnana eru nú þegar byrjuð að breyta rekstri sínum með því að minnka neyslu og sóun. Þar er helst að nefna flokkun á rusli og forgangsröðun í rekstri auk breytinga á orkugjöfum með því að nota rafmagn frekar en bensín og olíu. Mörg bæjarfélög bjóða nú upp á sorpflokkun þar sem hægt er að flokka plast, pappa, málma og jafnvel lífrænt sorp.

Fjölmargir leikskólar eru að vinna að Grænfánaverkefni sem er alþjóðlegt umhverfismenntunarverkefni rekið af Landvernd. Markmið Grænfánaverkefnisins er að auka umhverfisvitund í skólum landsins, vinna að aukinni menntun varðandi sjálfbærni og styrkja umhverfisstefnur skólanna, meðal annars með því minnka úrgang og notkun á vatni og orku. Lesa meira…

Aðlaðandi starfsumhverfi fyrir leikskólakennara

í Greinar

Sigrún Sigurðardóttir og Ragnhildur Gunnlaugsdóttir

 

Í Garðabæ stendur leikskólum til boða að sækja um styrk í þróunarverkefni úr þróunarsjóði leikskóla. Markmið með sjóðnum er að stuðla að framþróun og öflugu innra starfi leikskólanna í bænum. Einstaka leikskólakennarar, kennarahópar, aðrir fagaðilar sem starfa við leikskóla í Garðabæ, einn leikskóli eða fleiri skólar í sameiningu geta sótt um styrk í sjóðinn. Umsóknir eru metnar af leikskólanefnd Garðabæjar með hliðsjón af tengingu verkefnis við skólastefnu Garðabæjar og skólanámskrá viðkomandi leikskóla. Auk þess er tekið mið af markmiðum verkefnisins, framkvæmdaáætlun, matsáætlun, kostnaðarmati og væntanlegum ávinningi þess fyrir skólastarf í bænum. Á síðastliðnum árum hefur átta milljónum verið úthlutað árlega úr sjóðnum til leikskóla innan sveitarfélagsins, sjá hér. Lesa meira…

Lítil skref í átt að sjálfbærni í leikskólum og betri framtíð

í Greinar

Bergljót Vala Sveinsdóttir og Lotta Sandroos

 

Loftslagsbreytingar hafa verið áberandi í umræðunni upp á síðkastið og brýnt hefur verið fyrir fólki að bregðast þurfi við sem fyrst með vissum breytingum í samfélaginu. Sjálfbærni mun gegna lykilhlutverki í því sambandi en sjálfbærni felur meðal annars það í sér að nýta auðlindir jarðar á ábyrgan hátt til að tryggja komandi kynslóðum aðgang að þessum sömu auðlindum í framtíðinni. Þessi breyting getur þó einungis orðið ef allt samfélagið tekur þátt í ferlinu og það þarf að ala börn upp í sjálfbærum lífsmáta því erfitt getur reynst að gera breytingar seinna á lífsleiðinni. Í þessari grein beinist því athyglin að börnum á leikskólaaldri. Greinin er hluti af verkefni sem höfundar unnu að í Uppsalaháskóla í Svíþjóð haustið 2018 í áfanga um loftslagsbreytingar. Lesa meira…

„Við erum öll eitt lið“ – samrekstur leik- og grunnskóla

í Greinar

Ingvar Sigurgeirsson

 

Fyrir nokkrum árum kom ég að málum í sveitarfélagi þar sem áform voru uppi um nýja leikskólabyggingu. Hugmyndin var að reisa leikskólabygginguna við grunnskólann og að byggja um leið við grunnskólann, en þar vantaði m.a. náttúrufræðistofu, sal og aðstöðu fyrir bókasafn.

Í sveitarfélaginu hefur um skeið verið nokkur óstöðugleiki í stjórnun og nýr meirihluti skipaður þrisvar á kjörtímabilinu. Þetta hefur m.a. bitnað á áformum um leikskólabyggingu, en í vor ákvað sá meirihluti sem nú ræður málum að hætta við að byggja leikskólann við grunnskólann, og ráðast þess í stað í nýbyggingu leikskólans á núverandi stað. Rökin sem sett voru fram fyrir þessari breytingu voru öðru fremur fjárhagsleg, þ.e. að það væri ódýrara, en einnig skipulagsleg, þ.e. að ekki hefði fundist góð lausn á staðsetningu nýbyggingarinnar við grunnskólann. Eins var bent á umferðarmál og vísað til veðurfars – að skjólsælla væri á gamla staðnum. Rétt er að halda því til haga að meirihlutinn tók þessa ákvörðun án samráðs við starfsfólk skólanna og málið kom heldur aldrei fyrir fræðslunefnd. Talsverð ólga varð í kjölfar þessarar ákvörðunar og í nóvember 2017 var ákveðið að efna til íbúafundar til að ræða þessi mál og kynna hin nýju áform. Lesa meira…

MÍÓ – skimun í stærðfræði fyrir leikskólabörn

í Greinar

 Erna Rós Ingvarsdóttir og Þóra Rósa Geirsdóttir

Haustið 2016 lögðu Leikskólinn Pálmholt á Akureyri og þýðendur norska skimunarefnisins MIO – Matematikken – Individet – Omgivelsene (upphafsstafir mynda orðið MIO) af stað í þróunarverkefni með stuðningi frá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Þróunarverkefnið MÍÓ – skimun í stærðfræði fyrir börn, snerist um að þýða og staðla þetta norska skimunarefni. Efnið var fyrst gefið út í Noregi 2008 og var unnið í samstarfi Forum for matematikkmestring við Sørlandet Kompetansesenter og Senter for atferdsforsking við Háskólann í Stavanger. Efnið er handbók fyrir kennara og skráningarblöð sem fylgja börnunum frá fyrstu skráningu til loka hennar. Öll leyfi fyrir þýðingu, staðfærslu og notkun mynda voru fengin árið 2015 hjá útgefendum og teiknara. Þýðendur völdu nafnið MÍÓ Stærðfræðin – Einstaklingurinn – Aðstæðurnar  á íslensku útgáfuna. Nafnið MÍÓ hefur því skírskotun til frumefnisins en byggir ekki á hugmyndinni um að mynda nafnið með upphafsstöfum undirheitis eins og frumútgáfan gerir. Þýðendur efnisins eru Dóróþea Reimarsdóttir, Jóhanna Skaftadóttir og Þóra Rósa Geirsdóttir. Lesa meira…

Lýðræðisverkefni í leikskólanum Árbæ

í Greinar

Kristín Eiríksdóttir, leikskólastjóri

Starfsfólk leikskólans Árbæjar hefur lengi unnið að því að móta lýðræðislegt skólastarf eins og Aðalnámskrá leikskóla gerir ráð fyrir. Starfsfólkið hefur verið áhugasamt um að auka hlut lýðræðis í daglegu starfi en vantaði til þess þjálfun. Sett var á fót þróunarverkefni sem unnið hefur verið eftir síðastliðin ár undir stjórn áhugasamra deildarstjóra sem voru tilbúnir til þess að að leiða verkefnið ásamt leikskólastjóra. Í gegnum árin hefur leikskólinn fengið til liðs við sig helstu sérfræðinga í þessum málum og leitaði eftir reynslu þeirra sem hafa unnið eitthvað með lýðræði í leikskólastarfi. Í leikskólanum er lögð áhersla á að fræða og leiðbeina starfsfólki leikskólans, efna til samræðna milli starfsfólks, skiptast á reynslu og viðhorfum. Nánari upplýsingar um þróunarverkefnið sem unnið var í leikskólanum má nálgast hér: http://www.sprotasjodur.is/static/files/leikskolinn_arbaer_nr30_lokaskyrsla.pdf Lesa meira…

Hvernig sköpum við börnum bestu tækifærin til að læra?

í Greinar

gah

Guðrún Alda Harðardóttir, pedagogista


Aðalþing, heitir leikskóli í Kópavogi, sem vakið hefur mikla athygli fyrir margháttað þróunarstarf. Ritstjórn leitaði til dr. Guðrúnar Öldu Harðardóttur, sem er kennsluráðgjafi við skólann og falaðist eftir grein. Guðrún Alda notar gjarnan starfsheitið pedagogista, en Aðalþing starfar í anda Reggio Emila hugmyndafræðinnar, og þetta heiti er gjarnan notað um þá starfsmenn sem gegna leiðtogahlutverki. Guðrún tók okkur vel og ákvað að skrifa um hugmyndir sínar (kenningu sína) um þá þætti sem helst móta skólastarf. Í raun er hún í þessari grein að skrifa um grundvallarhugmyndir sínar, þ.e. um starfskenningu sína (e. professional theory). Kjörið er að lesa greinina og spyrja sig um leið um eigin afstöðu!

Lesa meira…

Ferli barns frá hugmynd að listaverki – jólagjöf til pabba og mömmu

í Greinar

anna_gretaAnna Gréta Guðmundsdóttir


Þessi grein er útdráttur úr bókinni Ég get ákveðið hvað ég bý til, ég hugsa það mjög vel með huganum sem unnin var í Sæborg vorið 2016. Í henni segir frá því hvernig jólagjöf barnanna í Sæborg hefur þróast frá því að vera kennarastýrð yfir í það að börnin ákveða hvað sjálf viðfangsefnið og hvaða efnivið þau vilja nota. Bókina sjálfa er að finna hér.


jolagjafahandbok
Bókin opnast ef smellt er á myndina.

Lesa meira…

Fara í Topp