Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

kennarastarfið

Gæði menntakerfis markast af starfsskilyrðum

í Greinar

Berglind Rós Magnúsdóttir

 

Susan Robertson (2016) prófessor við Cambridge háskóla, hefur vakið athygli á að eftir árið 1990 hafi orðið umskipti í alþjóðlegri orðræðu um kennara. Frá þeim tíma hefur skilgreining á „góðum“ kennara verið drifin áfram af nákvæmum samanburði á ýmsum mælanlegum þáttum sem varða kennslu og árangur frá stofnunum á borð við OECD og Alþjóðabankann sem gefa síðan út ráðleggingar um hvernig móta beri kennara, kennsluaðferðir og kennaramenntun. Robertson hefur orðræðugreint fjölþjóðleg stefnuskjöl um kennara, skjöl sem hafa fengið mikla athygli og útbreiðslu. Hún rekur hvernig skýrslan Teachers matters sem kom út árið 2005 hjá OECD hafi markað þáttaskil í orðræðu um kennara, þar sem fagmennska þeirra var gerð tortryggileg og orðræðan um hinn skilvirka kennara ruddi sér til rúms. Þar kom fyrst upp þessi setning sem hefur gengið ljósum logum um heimsbyggðina, þ.e. að gæði menntakerfis geti ekki orðið meiri en gæði þeirra kennara sem þar starfa. Eflaust er hæpið að menntakerfi sé gott ef þeir sem vinna innan þess eru upp til hópa ekki fagmenn. En einnig hefur verið ályktað í hina áttina, þ.e. þegar verr gengur þá sé það ávallt til marks um að kennararnir og stjórnendurnir séu slakir. Í þessari staðhæfingu felst sú hugmynd að skólinn sem stofnun sé eins konar eyland, að félagslegt samhengi sé aukaatriði, þ.e. hvers konar starfsaðstæður séu í skólanum, hvers konar velferðarkerfi séu við lýði eða hvernig efnahagsleg og félagsleg formgerð einkenni samfélagið. Þessi hugsun er kjarninn í því sem kallað er frammistöðuvæðing (e. performativity). Þá er frammistaða nemenda í menntakerfinu sem mæld er á einum tímapunkti spyrt saman við gæði eða gildi fagmanneskjunnar, þ.e. kennarans, sem kennir þeim þegar mælingin fer fram, óháð uppeldis- og skólasögu nemenda eða þeim aðstæðum sem kennari og nemendur eru sett í. Þessi mæling er svo nýtt til að leggja mat á framleiðni og gæði stofnunar (Ball, 2003). Lesa meira…

Augnabliksmynd af fagmennsku kennara

í Greinar
©Kristinn Ingvarsson

Helgi Skúli Kjartansson

 

Þau skiptu máli heitir nýútkomið vefrit, sérrit veftímaritsins Netlu, greinasafn þar sem sagt er frá starfi tíu athyglisverðra grunnskólakennara. (Slóð: https://netla.hi.is/serrit-thau-skiptu-mali-sogur-grunnskolakennara/.) Þar er sjónum beint að brautryðjendum eða fyrirmyndum í kennarastétt sem skiptu máli fyrir skólastarf í landinu. En fyrirsögnin, „þau skiptu máli“, hittir ekki síður í mark þó hugsað sé um kennarastéttina í heild. Eða um nemendahópinn, þ.e. um okkur öll, sem einhvern tíma höfum verið á grunnskólaaldri og þá sannarlega skipt máli fyrir okkur hvert og eitt að njóta góðrar, frjórrar og faglegrar kennslu.

Hér ætla ég þó ekki að leggja út af þeirri kennslu sem ég naut sjálfur á barnsaldri eða hrósa happi að hafa á hentugum aldri fengið framsækinn og áhugasaman bekkjarkennara.[i] Heldur rifja upp aldarfjórðungs gamalt minningarbrot, augnabliksmynd sem ég hugsaði ekki út í fyrr en löngu seinna að sýnir einmitt dæmi um yfirlætislausa fagmennsku í hinu daglega starfi bekkjarkennarans.

Ég var þá nýfluttur til Stokkhólms með konu og barn, strák tæplega sex ára sem varð skólaskyldur örskömmu eftir komuna til landsins. Til að sú reynsla yrði ekki of ný og óvænt höfðum við komið honum í fimm ára bekk Ísaksskóla veturinn áður, svo að hann var bæði orðinn vanur skólalífinu og læs á íslensku. En í sænskunni kunni hann ekki orð, kom því inn í skólann og bekkinn gersamlega mállaus. Lesa meira…

Bestu kennslustundirnar eru þegar umræða skapast um þróun vísinda

í Viðtöl

Rætt við Valdimar Helgason einn af fimm kennurum sem tilnefndir voru til Íslensku menntaverðlaunanna 2022

Íslensku menntaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 2. nóvember sl. Sýnt var frá athöfninni í sjónvarpsþætti á RUV kvöldið eftir. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum: Framúrskarandi skólastarf, kennsla, þróunarverkefni og iðn- og verkmenntun. Að auki eru veitt hvatningarverðlaun (sjá nánar hér). Verðlaunahafar voru kynntir vel í fyrrnefndum sjónvarpsþætti (sjá hér), en ritstjórn Skólaþráða hafði áhuga á að fá að kynnast betur þeim kennurum sem tilnefndir voru fyrir framúrskarandi kennslu. Því var ákveðið að leita til þeirra og biðja þau að svara nokkrum spurningum um viðhorf sín og reynslu og urðu þau góðfúslega við þeirri beiðni.

Hér eru svör Valdimars Helgasonar sem tilnefndur var fyrir framúrskarandi árangur í raungreinakennslu. Lesa meira…

Verið sanngjörn, haldið í gleðina, fjörið og hafið gaman

í Viðtöl

Rætt við Mikael Marinó Rivera, kennara í Rimaskóla í Reykjavík, einn af fimm kennurum sem tilnefndir voru til Íslensku menntaverðlaunanna 2022

Íslensku menntaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 2. nóvember sl. Sýnt var frá athöfninni í sjónvarpsþætti á RUV kvöldið eftir. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum: Framúrskarandi skólastarf, kennsla, þróunarverkefni og iðn- og verkmenntun. Að auki eru veitt hvatningarverðlaun (sjá nánar hér). Verðlaunahafar voru kynntir vel í fyrrnefndum sjónvarpsþætti (sjá hér), en ritstjórn Skólaþráða hafði áhuga á að fá að kynnast betur þeim kennurum sem tilnefndir voru fyrir framúrskarandi kennslu. Því var ákveðið að leita til þeirra og biðja þau að svara nokkrum spurningum um viðhorf sín og reynslu og urðu þau góðfúslega við þeirri beiðni.

Hér eru svör Mikaels Marinó Rivera, kennara við Rimaskóla í Reykjavík, sem tilnefndur var til menntaverðlaunanna fyrir áhugaverða kennslu, meðal annars fyrir að þróa fjölbreyttar valgreinar sem hafa höfðað til breiðs hóps nemenda.Mikael Lesa meira…

Ég hef lært að meta lykilhæfnina betur eftir því sem ég hef unnið meira með hana

í Viðtöl

Rætt við Guðríði Sveinsdóttur, kennara við Giljaskóla á Akureyri, einn af fimm kennurum sem tilnefndir voru til Íslensku menntaverðlaunanna 2022

Íslensku menntaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 2. nóvember sl. Sýnt var frá athöfninni í sjónvarpsþætti á RUV kvöldið eftir. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum: Framúrskarandi skólastarf, kennsla, þróunarverkefni og iðn- og verkmenntun. Að auki eru veitt hvatningarverðlaun (sjá nánar hér). Verðlaunahafar voru kynntir vel í fyrrnefndum sjónvarpsþætti (sjá hér), en ritstjórn Skólaþráða hafði áhuga á að fá að kynnast betur þeim kennurum sem tilnefndir voru fyrir framúrskarandi kennslu. Því var ákveðið að leita til þeirra og biðja þau að svara nokkrum spurningum um viðhorf sín og reynslu og urðu þau góðfúslega við þeirri beiðni. Hér eru svör Guðríðar Sveinsdóttur, kennara við Giljaskóla á Akureyri sem tilnefnd var fyrir framúrskarandi skapandi kennslu og fyrir að deila námsefni og reynslu með öðrum kennurum. Lesa meira…

Skemmtilegast finnst mér þegar nemandi tekur eitthvað frá mér og bætir við eða breytir

í Viðtöl

Rætt við Ástu Kristjönu Guðjónsdóttir, kennara í Reykholtsskóla í Bláskógabyggð, einn af fimm kennurum sem tilnefndir voru til Íslensku menntaverðlaunanna 2022

Íslensku menntaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 2. nóvember sl. Sýnt var frá athöfninni í sjónvarpsþætti á RUV kvöldið eftir. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum: Framúrskarandi skólastarf, kennsla, þróunarverkefni og iðn- og verkmenntun. Að auki eru veitt hvatningarverðlaun (sjá nánar hér). Verðlaunahafar voru kynntir vel í fyrrnefndum sjónvarpsþætti (sjá hér), en ritstjórn Skólaþráða hafði áhuga á að fá að kynnast betur þeim kennurum sem tilnefndir voru fyrir framúrskarandi kennslu. Því var ákveðið að leita til þeirra og biðja þau að svara nokkrum spurningum um viðhorf sín og reynslu og urðu þau góðfúslega við þeirri beiðni.

Ásta Kristjana Guðjónsdóttir

Viðtölin munu birtast á næstu dögum og er það fyrsta hér, við Ástu Kristjönu Guðjónsdóttir. Ásta var tilnefnd fyrir framúrskarandi árangur við að einstaklingsmiða kennslu og koma til móts við nemendur með fjölbreyttar þarfir. Ásta lauk B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1990, diplómunámi í tölvu og upplýsingatækni frá sama skóla 2003. Síðan sneri hún sér að sérkennslufræðum og lauk meistaragráðu á því sviði 2009. Ásta hefur kennt í Reykholtskóla frá 2014, en hafði áður kennt við skóla víða um land, auk ritstjórnarvinnu hjá Námsgagnastofnun. Ásta hefur unnið að margþættum þróunarverkefnum, einkum verkefnum sem tengjast upplýsingatækni í skólastarfi. Undanfarin ár hefur hún unnið að innleiðingu upplýsingatækni í Reykholtsskóla með það að markmiði að auðvelda nemendum aðgengi að verkfærum sem stuðla að fjölbreyttari námsleiðum og verkefnaskilum. Ásta hefur haldið fyrirlestra og námskeið fyrir kennara um tölvu- og snjalltækni í skólastarfi. Lesa meira…

Taktu það frá mér!

í Pistlar

Þorvaldur H. Gunnarsson

 

Þegar ég horfði í alvöruþrungið andlit kennaranemans sem sagði allt í einu í örvæntingu sinni: ,,Það er ekki hægt að koma til móts við alla þessa nemendur í sama tímanum, inni í sömu skólastofu,” þá brast eitthvað. Ég hugsaði: ,,Við erum enn að fást við þetta viðhorf, a.m.k. 20 árum eftir að ég heyrði það fyrst.” Ritgerð um freistnivanda kennara skaut þá upp kollinum.

Freistnivandi kennara (Eyjólfur Sturlaugsson, 2011) kemur fram þegar þjónusta þeirra, og þar með flæði valds, er ekki útfærð í anda þess sem löggjafinn ætlast til þar sem hagsmunir aðilanna virðast ekki fara saman. Kennarar freistast þá til að vinna meira að eigin hagsmunum í krafti sjálfræðis um útfærslu starfsins ,,á gólfinu” en slíkt kallast umboðsvandi og umboðstap, t.d. að hleypa fyrr út úr tíma, hringja ekki í foreldra ef vandamál koma upp eða mismuna nemendum með einhverjum hætti. Auðvitað ætlar sér enginn að svíkjast um. Þetta snýst ekki um það. Ástæða freistnivanda getur legið í tilhneigingunni ,,að komast af” og létta sér störfin við krefjandi aðstæður. Bjargir getur skort, fjöldi mála til úrlausna er of mikill og veldur tímaskorti, markmið geta verið flókin og óskýr, árangur starfsins er óviss og skjólstæðingarnir (nemendur) sækja skóla skyldunnar vegna. Lesa meira…

Hvar er draumurinn? Draumur kennarans

í Pistlar

 Erla Björg Rúnarsdóttir

 

Í skólum eru nemendur með ólíka styrkleika og margbreytilegar þarfir. Þar starfar einnig fólk með ólíkan bakgrunn og fjölþætta þekkingu sem sinnir fjölbreyttum störfum innan skólans með það að leiðarljósi að auka hæfni nemenda. Það má þó ekki gleyma mannlega þættinum. Þetta fólk þarf vissulega að vera viðbragðasnjallt og geta tekist á við allskonar aðstæður sem geta jafnvel reynst ofurhetjum erfiðar en staðreyndin er sú að þetta er fólk.

Íslenskir skólar starfa eftir menntastefnunni um skóla fyrir alla eða skóla án aðgreiningar. Menntastefnu sem er alþjóðleg og kemur fyrst fyrir á íslensku máli í þýðingu á Salamanca – yfirlýsingunni sem var samþykkt af Sameinuðu þjóðunum árið 1994 (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2015). En  hverjir eru það sem bera ábyrgð á framkvæmd stefnunnar?  Eru það eingöngu skólarnir og sveitafélögin? Eða er það mögulegt að fleiri starfsstéttir og fleiri aðilar beri ábyrgð?  Gagnrýnisraddir eru margar og þeir sem gagnrýna hæst og mest halda því fram að skortur á fjármagi hamli því að hægt sé að framfylgja stefnunnu. Foreldrar standa í þeirri trú að ef barnið þeirra er með greiningu þá eigi það rétt á því að námið sé sniðið að þeirra þörfum og  greiningunni fylgi meira fjármagn. Málið er að skóli fyrir alla er einmitt  fyrir alla og á læknisfræðileg greining ekki að skipta neinu máli í því samhengi. Lesa meira…

Rödd kennaranemans

í Pistlar

Amanda Mist Pálsdóttir

 

Eftir að ég hóf kennaranám fékk ég mjög oft í vettvangsnámi mínu spurninguna „hvernig datt þér eiginlega í hug að fara í kennaranám“? Eftir því sem ég fékk þessa spurningu oftar fór ég smám saman að efast um það hvort ég væri að velja mér rétta námið miðað við viðbrögðin frá samfélaginu. Í dag, þegar ég er nýbúin að ljúka kennaranáminu, get ég fullyrt að þetta er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu. Eftir að hafa fengið allar þessar spurningar um það hvers vegna ég hafði valið kennaranámið fór ég að ígrunda hvað ylli því að umtalið um kennarastéttina væri svona neikvætt. Þegar ég fór að skoða það nánar sá ég að oftar en ekki voru þetta kennarar sem töluðu niður til sinnar eigin stéttar. Það skipti ekki máli hvaða grunnskóla ég heimsótti í vettvangsnámi mínu, ég gat alltaf búist við því að heyra eitthvað neikvætt um kennarastarfið.

Þar sem við kennaranemar erum framtíð kennarastarfsins er það undir okkur komið að upphefja kennarastéttina og breyta viðhorfinu í samfélaginu. Það erum við sem þurfum að berjast fyrir því að fá þessu breytt, en við gerum það ekki nema láta rödd okkar heyrast úti í samfélaginu. Kennaranemar þurfa að vera þátttakendur í að móta jákvætt viðhorf gagnvart kennarastéttinni og því er gríðarlega mikilvægt að rödd okkar fái að heyrast. Þannig getum við lagt af mörkum til að stéttin öðlist þá virðingu sem hún á skilið. Lesa meira…

Kennsla sem praktískt, tæknilegt eða faglegt viðfangsefni

í Greinar

Birt til heiðurs dr. Ingvari Sigurgeirssyni prófessor sjötugum

 

Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson

Anna Kristín Sigurðardóttir

 

Talsverð gróska er í umræðu og skipulagi á starfsþróun kennara um þessar mundir og nýstárlegar leiðir farnar, t.d. með áherslu á starfendarannsóknir kennara (t.d. Hildur Jóhannesdóttir, 2021) og með menntabúðum bæði á neti og í raunheimum (t.d. Sólveig Jakobsdóttir o.fl., 2021). Önnur nýleg dæmi um starfsþróunarátak eru opnun vefsins Menntamiðju í breyttu formi í samstarfi helstu hagsmunaaðila og umfangsmikið verkefni sem kallast Menntafléttan og nær til allra skólastiga (sjá einnig í grein Oddnýjar Sturludóttur o.fl. um Menntafléttuna sem nýlega birtist í Skólaþráðum).

Sjónir hafa einnig beinst að mikilvægi starfsþróunar sem fer fram í faglegu lærdómssamfélagi, sem getur verið formlegt eða óformlegt, meðvitað eða ómeðvitað. Þetta er vissulega jákvætt og lofandi fyrir áframhaldandi framþróun í íslensku menntakerfi. Tilgangur minn með þessum greinarstúf er að leggja mitt af mörkum inn í þessa umræðu og draga saman það helsta sem rannsakendur á þessu sviði telja einkenna farsæla starfsþróun og tengja það við hugmyndir um eðli kennslustarfsins og fagmennsku kennara. Starfsþróun sem talin er farsæl er líkleg til að skila tilætluðum umbótum í kennsluháttum og námi nemenda. Lesa meira…

Fara í Topp