Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

heimspeki menntunar

Um inngildingu, innri útilokun og tæknivæðingu menntunar

í Greinar

Eva Harðardóttir

 

Á undaförnum vikum hefur hugtakið inngilding (e. inclusion) fengið nokkuð víðtæka athygli í opinberri umræðu hérlendis, ekki síst á sviði skóla- og menntamála, en nú liggur fyrir nýtt frumvarp til laga undir heitinu Inngildandi menntun (í samráðsgátt 27.2.–12.3.2024). Frumvarpið á samkvæmt viðtali við Mennta- og barnamálaráðherra að „breyta menntakerfinu eins og við þekkjum það í dag“. Ég gleðst yfir eldmóði og væntingum ráðherra til frumvarpsins enda tengi ég sjálf hugtakið inngilding óneitanlega við mikilvægi og möguleika menntunar til þess að vera umbreytandi afl í lífi fólks – þvert á mörk og mæri.

Enska hugtakið inclusive education var upphaflega þýtt sem skóli eða menntun án aðgreiningar hérlendis. Í fræðilegri kreðsu hefur hugtakið þróast frá því að fjalla nær eingöngu um aðgengi nemenda með sérþarfir að almennum námsrýmum til þess að eiga ekki síður við um gæði og markmið menntunar í staðbundnu jafnt sem alþjóðlegu samhengi. Þannig birtist til dæmis umfjöllun um inngildandi menntun í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Það er að segja ekki eingöngu í tengslum við aðgengi einstaklinga að menntun alla ævi heldur einnig í nánu sambandi við mannréttindi, menningarlegan margbreytileika og hnattræna borgaravitund.[1] Slíkar áherslur eru hins vegar lítt merkjanlegar í hinu nýju menntafrumvarpi þar sem inngildandi menntun (e. inclusive education) er skilgreind fyrst og fremst á grundvelli skipulags, starfshátta og stuðningsúrræða við nemendur með sérþarfir.

Hugtakið inngilding hefur einnig notið vaxandi vinsælda í umræðu um innflytjendur og flóttafólk þar sem notkun þess tekur á sig ólíkar myndir. Raddir innflytjenda, sem heyrast sem betur fer oftar en áður í opinberri umræðu um málaflokkinn, benda sterklega til þess að hugtakið beri í sér von um gagnkvæma virðingu og merkingarbæra þátttöku.[2] Á hinn bóginn virðist hugtakinu ekki síður beitt – af stjórnmálafólki úr ólíkum áttum –  í mun þrengri tilgangi, til dæmis í tengslum við breytingar á útlendingalöggjöf og þvingandi forsendur fyrir því að fólk geti flutt hingað til lands eða tekið hér fasta búsetu. Lesa meira…

Ímyndunarafl, menntun og frelsi: Hugsað með Maxine Greene á tíundu ártíð hennar

í Greinar

Atli Harðarson

 

Maxine Greene fæddist árið 1917 í New York og átti mestalla ævi heima þar í borg. Hún lauk doktorsprófi í heimspeki menntunar frá New York University árið 1955. Samhliða námi og næstu tíu ár á eftir kenndi hún meðal annars við New York University og Brooklyn College. Hún fékk stöðu við Columbia University árið 1965. Þegar hún lést árið 2014 var hún prófessor emeritus við þann háskóla og löngu víðfræg fyrir skrif sín og fyrirlestra um heimspeki menntunar. Nú í ár er sem sagt áratugur liðinn síðan hún féll frá. Lesa meira…

Að vakna til vitundar: Um bókina World-Centred Education eftir Gert Biesta

í Ritdómar

Atli Harðarson

 

Undanfarinn einn og hálfan áratug hafa bækur og greinar eftir Gert Biesta haft umtalsverð áhrif á menntavísindi og heimspeki menntunar. Þessi áhrif ná langt út fyrir Vestur-Evrópu og hinn enskumælandi heim enda hafa verk eftir hann verið þýdd á um tuttugu tungumál.

Biesta hóf feril sinn í Hollandi þar sem hann fæddist og ólst upp, en hann hefur starfað víða, meðal annars í Noregi og Svíþjóð og er nú prófessor við Maynooth háskólann á Írlandi og við Edinborgarháskóla í Skotlandi. Í skrifum sínum tengir hann þekkingu á menntavísindum, menntastefnu og skólamálaumræðu samtímans við skilning á meginstraumum heimspeki síðustu aldar, einkum evrópskri tilvistarstefnu (existentialism) og amerískri verkhyggju (pragmatism).

Nýjasta bók hans (Biesta 2022), sem kom út í fyrra, heitir fullu nafni World-Centred Education: A View for the Present. Hún er fremur stutt, aðeins 113 blaðsíður, og textinn hverfist um eina meginhugmynd sem er að skólar hafi þrefaldan tilgang og menntun þrenns konar markmið. Það sem hér fer á eftir er um þessa einu bók og allt sem ég hef eftir Biesta er sótt í hana. Lesa meira…

Griðastaður þess seinlega

í Ritdómar

Ólafur Páll Jónsson

Atli Harðarson. (2019) Tvímælis: Heimspeki menntunar og skólakerfi nútímans. Reykjavík: Menntavísindasvið og Heimspekistofnun.

Á síðasta ári kom út lítil bók eftir Atla Harðarson um heimspeki menntunar og skólakerfi nútímans. Við nánari athugun er þessi bók reyndar ekki svo lítil. Að vísu telur hún einungis 150 blaðsíður í litlu broti en við lestur bókarinnar fann ég að síðurnar áttu það til að tímgast í huga mér þannig að þegar ég lagði hana loks frá mér fannst mér ég ekki bara hafa lesið lítið kver um menntun og skólastarf heldur stóra bók, eiginlega margar bækur eftir ólíka höfunda. Atli hefur einstakt lag á að leiða lesandann inn í rökræður annarra fræðimanna og sjá síðan á þeim fleti sem gera þær í senn áhugaverðari og flóknari en mann hafði órað fyrir. Ég mæli hiklaust með þessari bók fyrir hvern þann sem vill hugsa um menntun og skólakerfi, en þeim sem sækjast eftir skjótfengnum svörum ráðlegg ég að forðast þetta rit. Tvímælis er bók sem leggur manni til fleiri spurningar en svör. Lesa meira…

Fara í Topp