Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

Fríða Bjarney Jónsdóttir

Þróun og nýsköpun í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar

í Greinar

Birt til heiðurs dr. Ingvari Sigurgeirssyni prófessor sjötugum

 

Fríða Bjarney Jónsdóttir og Hjörtur Ágústsson

 

Menntastefna Reykjavíkur- „Látum draumana rætast“, var samþykkt í lok árs 2018 eftir tæplega tveggja ára mótunarferli með aðkomu um 10.000 aðila innan og utan borgarinnar. Í þeim hópi voru börn, foreldrar, kennarar og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi, erlendir og íslenskir sérfræðingar um menntamál og almenningur í gegnum Betri Reykjavík. Áhugaverða samantekt á opnu samráði við mótun menntastefnunnar má lesa í niðurstöðum rannsóknarinnar Crowdsourcing Better Education Policy in Reykjavik (King, 2019). Lesa meira…

Fjöltyngi og leikskólastarf

í Greinar

Fríða Bjarney Jónsdóttir

 

Nýlega sótti ég þriðju ráðstefnu Multilingual Childhoods en það er alþjóðlegt tengslanet rannsakenda, kennara og áhugafólks um fjöltyngi ungra barna. Að þessu sinni var ráðstefnan haldin í Hamar í Noregi og var áhersla lögð á menntun, stefnumótun og aðferðir í tungumálanámi ungra barna. Þátttakendur komu víða að en það vakti athygli mína að fyrir utan að tengjast menntun og lífi fjöltyngdra barna, voru langflestir þátttakendur sjálfir fjöltyngdir og þá ekki einungis færir í tveimur tungumálum heldur frekar fjórum eða fleiri. Á ráðstefnukvöldverðinum sat ég til borðs með áhugaverðri ungri konu, Guzel en hún er doktorsnemi og aðstoðarkennari í rússnesku sem öðru máli, við háskólann í Kazan (höfuðborg lýðveldisins Tatarstan í Rússneska sambandsríkinu, sjá hér: https://en.wikipedia.org/wiki/Kazan). Alltaf jafn spennandi að hitta einhvern frá stað sem maður þekkir ekki. Lesa meira…

Fara í Topp