Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

framhaldsskólinn

Hörðu málin í framhaldsskólunum

í Greinar

Grein (ávarp) birt til heiðurs dr. Jóni Torfa Jónassyni prófessor emeritus 75 ára

Súsanna Margrét Gestsdóttir

 

Þegar ég var beðin að tala hér í nokkrar mínútur um framhaldsskólann fann ég strax að mig langaði til að tala um hörðu málin í framhaldsskólanum. En hvað á ég við með því?

Við höfum alls konar  stefnumótunarskjöl sem hægt er að skoða og ræða í þaula – ég ætla ekki að gera það hér. Og svo hafa þessir rúmlega 30 framhaldsskólar sem  starfa hér á landi ýmiss konar námskrár og nálganir – ég ræði það ekki heldur.

Það sem mig langar að nota þetta tækifæri til að ræða og kalla hörðu málin í framhaldsskólanum eru þau sem skipta jafnvel meira máli en hvaða greinar eru kenndar og hversu miklum tíma er varið í hverja þeirra.

Ég tel að þetta rúmist undir grundvallarspurningunni: Hvernig fólk viljum við útskrifa úr íslenskum framhaldsskólum?

Lítum upp úr opinberum skjölum og ræðum þetta mál. Við viljum trúlega flest að nemendur sem ljúka framhaldsskólanámi

  • hafi öðlast gagnrýna hugsun og beiti henni, láti t.d. ekki auðveldlega blekkjast á tímum falsfrétta og upplýsingaóreiðu.
  • séu meðvituð um mikilvægi samkenndar, sjái samhengi orða og gjörða í samskiptum fólks af öllu tagi, og átti sig á að lífsins gæði verða ekki minni þegar fleiri fá notið þeirra.
  • geri sér grein fyrir samhengi fyrirbæra og atburða, að allt á sér orsök og allt hefur afleiðingar. Hvernig það ætti t.d. ekki að koma neinum á óvart að opinber stuðningur við hernað í fjarlægum heimshluta leiði til þess að milljónir – já milljónir – missa heimili sín og þurfa að leita um langan veg að öryggi til okkar sem látum þá eins og við getum náðarsamlegast hlaupið undir bagga með fáeinum þeirra. Eins og þeirra vandi sé ekki okkar mál!

Þetta þrennt sem ég hef nefnt gerir allt kröfu um yfir-hugsun, að hugsa um það að hugsa.

Og þá komum við að kennurunum. Er ekki sjálfsagt að gera þá kröfu til framhaldsskólakennara að þau séu meira en faggreinakennarar, að þau hugi líka að stóru línunum í menntun nemenda sinna? Lesa meira…

Fara í Topp