Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

félagsfærni

Ræktun mennskunnar: Hvernig eflum við samskiptahæfni?

í Greinar

Birt til heiðurs dr. Ingvari Sigurgeirssyni prófessor sjötugum

 

Sigrún Aðalbjarnardóttir

 

Við skulum líta inn í skólastofu í grunnskóla. Kennarinn varpar fram klípu í samskiptum:

Erna og Dísa eru vinkonur. Dag nokkurn eru þær að undirbúa leikrit í skólanum. Dísa vill bjóða nýrri stelpu í bekknum að vera með þeim í leikritinu en Erna vill það ekki. Hún vill bara vera með vinkonu sinni einni í leikritinu.

      • Hver er vandinn hér? Hvers vegna er það vandi?
      • Hvernig ætli A (Ernu) líði? Hvers vegna ætli henni líði þannig?
        Hvernig ætli B (Dísu) líði? Hvers vegna ætli henni líði þannig?
      • Hvernig geta A og B leyst vandann (ýmsar tillögur)? Af hverju væri það góð leið?
        Væri sú leið sanngjörn? Að hvaða leyti/Að hvaða leyti ekki?
      • Hver er besta leiðin til að leysa vandann? Af hverju er það besta leiðin?

Með þessu dæmi um samskiptaklípu og spurningum kennara kemur fram að hann leitar eftir því að nemendur greini vandann, hugi að líðan hlutaðeiganda, finni ýmsar leiðir til að leysa vandann, hugi að sanngirni og velji bestu leiðina. Nemendur eru hvattir til að tjá sig og færa rök fyrir hugsun sinni. Lesa meira…

Fara í Topp