Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

faggreinakennsla

Flipp flopp dagar – það er „flippað“að læra í Kvíslarskóla

í Greinar

Sævaldur Bjarnason og Björk Einisdóttir

 

Kvíslarskóli er nýr skóli í Mosfellsbæ sem áður var eldri deild Varmárskóla. Í skólanum eru tæplega 400 nemendur í 7.‒10. bekk. Byggt er á  faggreinakennslu sem þýðir að fagkennarar eru ábyrgir fyrir kennslu í hverri námsgrein. Hver bekkur hefur sinn umsjónarkennara.

Haustið 2021 var Varmárskóla skipt upp í tvo skóla. Yngri deildin hélt nafni Varmárskóla, en eldri deildin fékk nafnið Kvíslarskóli eftir nafnasamkeppni í bænum. Stjórnendur Kvíslarskóla sáu tækifæri í þessum breytingum og ákváðu að láta á það reyna hvort grundvöllur væri fyrir því að prófa nýja kennsluhætti og sjá hversu langt við kæmumst með að þróa þá, t.d. að byggja meira á verkefnavinnu og fjölbreyttum kennsluháttum. Í kjölfarið var farið af stað í margskonar endurbóta- og stefnumótunarvinnu. Lesa meira…

Stærðfræðikennslan, námsefnið og kennsluaðferðirnar: Skóli margbreytileikans í Torontó með stærðfræðigleraugum

í Greinar

Í febrúar, fyrr á þessu ári heimsótti Sigrún Lilja Jónasdóttir, kennari við Austurbæjarskóla, tvo framhaldsskóla í Torontó í Kanada, Western Technical-Commercial School (WTCS) og Central Toronto Academy School (CTA). Í þremur greinum sem Sigrún Lilja hefur skrifað fyrir Skólaþræði, segir hún frá heimsókn sinni. Í þeirri fyrstu, sjá hér, fjallaði hún um hvernig unnið er með nemendum með annað móðurmál en ensku eða frönsku. Í annarri greininni, sjá hér, fjallaði hún um skólana, stærðfræðikennara og vinnuaðstöðu þeirra og sú þriðja, sem hér birtist er um námsefni í stærðfræði, kennsluaðferðir og fleira. Lesa meira…

Fara í Topp