Að móta öðruvísi enskukennslu – Reynsla af vendinámi við enskukennslu í framhaldsskóla
Geir Finnsson
Undanfarið ár hef ég notið þeirra forréttinda að fá að kenna ensku í framhaldsskóla. Rétt eins og mér var sagt þegar ég hóf störf fyrir um einu og hálfu ári síðan hefur starfið reynst afskaplega gefandi og skemmtilegt.
Þess ber hins vegar að geta að skólinn sem ég kenni við, Menntaskólinn á Ásbrú (MÁ) við Keili, er frábrugðinn öðrum framhaldsskólum. Þessi nýjasti framhaldsskóli landsins, stofnaður árið 2019, er ekki aðeins óvenjulegur að því leyti að bjóða upp á tölvuleikjagerðarbraut, heldur fer kennslan þar einvörðungu fram með vendinámi. Lesa meira…