Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

Anna Reynarsdóttir

Er okkur ekki treystandi?

í Pistlar

Anna Reynarsdóttir

 

Í daglegu tali  er talað um fagmennsku þegar eitthvað er gert vandlega og af mikilli færni (Sigurður Kristinsson, 2013). Þessi orð eiga mjög vel við um kennarastarfið því að í kennslu þurfum við stöðugt að vanda okkur og leita leiða til að gera hlutina á betri hátt í sífellt breytilegu samfélagi. Í Aðalnámskrá grunnskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011) er fagmennska kennara skilgreind sem sérfræðileg starfsmenntun, þekking, viðhorf og siðferði, ásamt því að snúast um nemendur, menntun þeirra og velferð. Þrátt fyrir sameiginlegan skilning yfirvalda á fagmennskunni er sannleikurinn samt sá að við kennarar þurfum að stöðugt að berjast fyrir fagmennsku okkar þar sem sífellt er horft framhjá henni af sérfræðingum sem vilja gera stéttina að starfsmönnum á plani og ítrekað hefur samfélagið  sent þau skilaboð að kennarar séu í farþegasætinu þegar kemur að eigin starfi. Lesa meira…

Fara í Topp