Ársþingið 4. nóvember 2016
Á ársþingi Samtaka áhugafólks um skólaþróun, í Rúgbrauðsgerðinni, föstudaginn 4. nóvember, fór fram umræða um stóru málin! Hvernig á að fjalla í skólum um flóttamannavandann, loftslagsmálin, stríð, hryðjuverk, fátækt, jafnréttismál, framtíðina? Ráðstefnan var með þjóðfundasniði og byggðist á virkri þátttöku fundargesta þar sem leitast var við að svara þessari spurningu. Stutt inngangserindi fluttu Anna Lára Steindal, Ingvi Hrannar Ómarsson, Katrín Jakobsdóttir og Stefán Jón Hafstein. Lesa meira…