Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Monthly archive

mars 2021- síða 2

„Spotta, lyfta, gera sýnilegt – það er áskorunin akkúrat núna.“ Um þróun háskólakennslufræði við Háskóla Íslands

í Greinar

Birt til heiðurs dr. Ingvari Sigurgeirssyni prófessor sjötugum

 

Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson.

Guðrún Geirsdóttir

 

Eins og félagi minn góður, heiðursmaðurinn og stórafmælisbarnið Ingvar Sigurgeirsson, hef ég um langt skeið brunnið fyrir kennslufræðum og kennaramenntun og borið gæfa til að fá að sinna þeirri ástríðu minni á starfsvettvangi mínum innan Háskóla Íslands. Fyrir hartnær tuttugu árum var Kennslumiðstöð Háskóla Íslanda stofnuð, miðstöð sem ég hef stýrt sem stjórnarformaður frá stofnun og sem deildarstjóri síðasta áratug. Á þessum tuttugu árum hefur starfsþróun háskólakennara á sviði kennslu verið kjarni míns starfs og því langar mig að nota tækifærið hér til að fjalla um þróun kennslufræða fyrir háskólakennara við Háskóla Íslands. Mig langar að deila vegferðinni frá fyrstu tilraunum til að koma á laggirnar formlegu námi í kennslufræði fyrir háskólakennara til dagsins í dag þar sem kennsluþróun hefur öðlast formlegan sess í störfum kennsluþróunarstjóra sem sjá hlutverk sitt að „spotta, lyfta og gera sýnilegt“ (Elva Björg Einarsdóttir, 2020). Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Grunnskólakennaranámið – hvar stöndum við?

í Greinar

Birt til heiðurs dr. Ingvari Sigurgeirssyni prófessor sjötugum

 

Þuríður Jóna (t.v.) og Amalía (t.h.). Mynd: Kristinn Ingvarsson

Þuríður Jóna Jóhannsdóttir og Amalía Björnsdóttir

 

Tímamót urðu í menntun grunnskólakennara árið 2008 þegar sett voru ný lög um kennaramenntun (lög nr. 87/2008) sem kváðu á um að kennaranám fyrir öll skólastig skyldi vera fimm ára nám sem lyki með meistaraprófi. Þetta sama ár sameinuðust Kennaraháskóli Íslands, sem hafði verið flaggskip kennaramenntunar á Íslandi frá stofnun Kennaraskóla Íslands árið 1908, og Háskóli Íslands. Í greininni er þróun grunnskólakennaranáms til umræðu og þau áhrif sem lenging þess hafði á aðsókn og fjölda brautskráninga við Menntavísindasvið Háskóla Íslands fram til ársins 2020. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Menntabúðir í starfsþróun kennara – Þær virka á netinu! 

í Greinar

Birt til heiðurs dr. Ingvari Sigurgeirssyni prófessor sjötugum

 

Höfundar ásamt Ingvari Sigurgeirssyni á vinnufundi um fjarmenntabúðir. Efst: Sólveig Zophoníasdóttir, Salvör Gissurardóttir, Sólveig Jakobsdóttir. Fyrir miðju: Ingvar Sigurgeirsson, Hróbjartur Árnason, Kristín Dýrfjörð. Neðst: Svava Pétursdóttir.

Sólveig Jakobsdóttir, Hróbjartur Árnason, Kristín Dýrfjörð, Salvör Gissurardóttir, Sólveig Zophoníasdóttir og Svava Pétursdóttir  

Upplýsingatækni í menntun, fjarnám og netkennsla hafa verið óvenju mikið í deiglunni á undanförnum misserum vegna COVID-19 faraldursins. Það er ekki bara heilbrigðiskerfið sem reynt hefur á og heilbrigðisstarfsmenn sem hafa staðið í eldlínunni heldur einnig skólakerfið og kennarar. Margir kennarar, ekki síst á framhaldsskólastiginu, hafa mikla eða töluverða reynslu af fjarkennslu (Þuríður Jóhannsdóttir og Sólveig Jakobsdóttir, 2020). En mjög mörgum var á hinn bóginn hent út í djúpu laugina varðandi fjar- og netnám og aukna nýtingu stafrænnar tækni þegar skólalokanir og samkomutakmarkanir skullu fyrst á nær fyrirvaralaust í mars 2020. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal
Fara í Topp