1

Ársþingið 4. nóvember 2016

Á ársþingi Samtaka áhugafólks um skólaþróun, í Rúgbrauðsgerðinni, föstudaginn 4. nóvember, fór fram umræða um stóru málin! Hvernig á að fjalla í skólum um flóttamannavandann, loftslagsmálin, stríð, hryðjuverk, fátækt, jafnréttismál, framtíðina? Ráðstefnan var með þjóðfundasniði og byggðist á virkri þátttöku fundargesta þar sem leitast var við að svara þessari spurningu. Stutt inngangserindi fluttu Anna Lára Steindal, Ingvi Hrannar Ómarsson, Katrín Jakobsdóttir og Stefán Jón Hafstein.

Erindi Stefáns Jóns er aðgengilegt á netinu, sjá hér.

Hér eru nokkrar myndir af þinginu sem Sigurborg Kr. Hannesdóttir, umræðustjóri á ráðstefnunni, tók.

skrekkur  katrin  hopvinna_6 hopvinna  hopvinna_2  hopvinna_3 hopvinna_4jpg  hopvinna_5  orfyrirlestur_1