Innleiðing teymiskennslu í Vesturbæjarskóla
Erna Guðríður Kjartansdóttir, Guðlaug Elísabet Finnsdóttir og Sunna Guðmundsdóttir
Í þessari grein er fjallað um hvernig kennarar í Vesturbæjarskóla þróuðu og innleiddu hugmyndir sínar um teymiskennslu. Við lýsum því hvernig þörfin fyrir breytingar vaknaði, segjum frá innleiðingunni og reynslu okkar af teymiskennslu og vísum í rannsóknir sem styðja við þessa hugmyndafræði. Okkar markmið er að skapa lærdómssamfélag þar sem fólk vinnur saman, deilir sameiginlegri sýn og styður hvert annað í þeirri viðleitni að stuðla að betri námsárangri og líðan nemenda og kennara. Lesa meira…