Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

verknám

Starfsnám eða bóknám: Aðsókn nemenda og þróun framhaldsskólastigsins  

í Greinar

Elsa Eiríksdóttir og Sæberg Sigurðsson

 

Nýverið hefur skapast mikil umræða um þróun framhaldsskólastigsins – sérstaklega vegna hugmynda úr ranni mennta- og barnamálaráðuneytis um að sameina rótgróna framhaldsskóla (Alþingi, 2023; Höskuldur Kári Schram, 2023; Ísak Gabríel Regal, 2023). Í apríl 2023 var stofnaður stýrihópur um eflingu framhaldsskólans (mennta- og barnamálaráðuneytið, 2023b) og var hópnum falið að „móta og leggja fram tillögur að aðgerðum sem snúa að framtíðarskipulagi framhaldsskólakerfisins og mæta samfélagslegum, faglegum og fjárhagslegum áskorunum framhaldsskólanna“. Upp úr þessu starfi virðast fyrrgreindar hugmyndir um að kanna fýsileika þess að sameina framhaldsskóla hafa sprottið. Til grundvallar eru lagðar spár um þróun framhaldsskólastigsins næsta áratuginn sem birtist í greinargerð um húsnæðisþörf í framhaldsskólum 2023–2033 (mennta- og barnamálaráðuneytið, 2023c) en þar er gert ráð fyrir fækkun nemenda í bóknámi og fjölgun í starfsnámi. Þessi þróun er útskýrð annars vegar með vísun í fámennari árganga og hins vegar aukna aðsókn í starfsnám (mennta- og barnamálaráðuneytið, 2023a, 2023c). Lesa meira…

IÐN: Verknám á vinnustað

í Greinar

Guðrún Steinunn Guðbrandsdóttir og Signý Óskarsdóttir 

Á vormánuðum 2014 dafnaði sproti við  Grunnskólann í Borgarnesi sem varð að stærra verkefni. Sprotinn sem kominn var vel af stað innan skólans gaf nemendum á unglingastigi tækifæri til að vinna að endurgerð gamalla húsgagna undir handleiðslu smíðakennara skólans. Iðnmeistari úr sveitarfélaginu lagði mat á gæði vinnu nemenda áður en þeir  seldu húsgögnin og gáfu arðinn til góðgerðamála. Þeir nemendur sem tóku þátt í þessari vinnu voru ánægðir með fyrirkomulagið og samfélagsleg tenging vinnunnar var mjög skýr. Lesa meira…

Fara í Topp