Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

Unnur Ösp Guðmundsdóttir

Læsisstefna Grænuvalla: Þróunarverkefni um starfsþróun kennara í samstarfi við Menntamálaráðuneytið og MSHA

í Greinar

Unnur Ösp Guðmundsdóttir

 

Leikskólinn Grænuvellir er átta deilda leikskóli á Húsavík. Í honum dvelja um 140-150 börn frá eins til sex ára. Mikil áhersla er lögð á leikinn, útikennslu, læsi, tónlist, lýðræði og jákvæðan aga.

Á haustmánuðum 2018 höfðu aðilar úr samstarfsráði um starfsþróun samband við stjórnendur Grænuvalla og buðu skólanum þátttöku í þróunarverkefni um starfsþróun kennara, ásamt þremur öðrum skólum. Samstarfsráð er samstarf mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitafélaga, Kennarasambands Íslands, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Listaháskóla Íslands og Skólameistarafélags Íslands. Markmið samstarfsins er aukin starfsþróun kennara, skólastjórnenda og annarra fagstétta í leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskólum.

Eftir nokkrar umræður var ákveðið að taka þátt í verkefninu enda bætt aðgengi að endur- og símenntun kennara utan höfuðborgarsvæðisins mjög mikilvægt að okkar mati. Sex manna teymi vann verkefnið saman en það var samsett af stjórnendum leikskólans ásamt deildarstjórum eins til sex ára barna þannig að sérfræðiþekking kennara frá öllum aldurshópum leikskólans var nýtt í stefnuna. Hópurinn var stórhuga í byrjun, ætlaði að sigra heiminn og vinna upp allt sem tími hafði ekki unnist til að gera undanfarin ár. Markmiðin voru háleit, en fljótlega komu samstarfsaðilar verkefnisins frá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri okkur niður á jörðina, enda voru þessi markmið allt of viðamikil fyrir tímarammann og fjármagnið sem lagt var í verkefnið. Eftir forgangsröðun kom í ljós að ný læsisstefna var mest aðkallandi og hófst þá hugmyndavinna að henni. Hópurinn fundaði einu sinni til tvisvar í mánuði og þess á milli setti verkefnastjóri stefnuna upp eftir hugmyndum hópsins.

Í þessari grein verður fjallað um tilurð læsisstefnu Grænuvalla, þróun hennar og hvernig unnið er með hana í leikskólanum. Lesa meira…

Fara í Topp