Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

skóli án aðgreiningar

Hvað heitir barnið? Þegar gagnsæi hugtakanna kallar fram ranghugmyndir og ólíkan skilning

í Pistlar

Karl Hallgrímsson

 

Innleiðing nýrra stefna í íslenskt skólakerfi tekur langan tíma. E.t.v. liggur orsökin í því hversu fljótt sumt skólafólk er að dæma og mynda sér skoðun út frá þeirri merkingu sem það leggur í hugtökin við fyrstu kynni í stað þess að bíða þangað til það hefur kynnt sér málefnin og tryggt réttan og helst sameiginlegan skilning. Fordómarnir mynda ójafnvægi í skólaumhverfinu. Umræðan um nýju stefnuna verður skökk því skilningur þeirra sem um hana fjalla er ólíkur.

Skóli án aðgreiningar, heildstæð móðurmálskennsla, einstaklingsmiðað nám, opinn skóli, teymiskennsla, símat og leiðsagnarnám eru dæmi um stefnur og hugmyndakerfi innan menntakerfisins sem tók langan tíma að fá sameiginlegan skilning á meðal kennara og annars fagfólks, ef hann hefur þá nokkurn tíma náðst.

Hugtakasmíði virðist ósköp saklaus. Jafnvel má hafa gaman af þeim hluta innleiðinga nýrra hugmynda að gefa þeim heiti. Það er þó ekki eins léttvægt og ætla mætti að óathuguðu máli. Hugtakasmíði getur ráðið úrslitum um það hversu vel eða fljótt innleiðing nýrra hugmynda, nýrra stefna og breyttra aðferða tekur í íslensku skólakerfi.

Gagnsæi orðanna sem mynda hugtökin um stefnur og hugmyndir getur stundum þvælst fyrir okkur sem störfum í menntakerfinu. Um leið og við heyrum eða lesum orðið sem fyrst hefur verið valið fyrir nýja hugmynd, nýtt hugmyndakerfi eða nýja stefnu, myndum við okkur skoðun á fyrirbærinu. Þá skoðun myndum við okkur einungis út frá skilningi okkar á orðunum í sjálfu heiti hugmyndarinnar. Sá skilningur er oftar en ekki rangur eða ófullnægjandi og verður til þess að viðhorf okkar til nýjunganna verður neikvætt. Það er bagalegt. Lesa meira…

Nemendamiðað skólastarf – hvað er það? Hvað felst í því? Er til ein lausn og er lausnin – ein stærð sem passar öllum?

í Pistlar

 Erla Björg Rúnarsdóttir

 

Skólarnir okkar eru eins misjafnir og þeir eru margir en ég trúi því að starfsfólk skóla vilji öllum nemendum vel og að í öllum skólum sé fagfólk sem er að reyna sitt besta með þá þekkingu og í því starfsumhverfi sem það hefur.

Hvers vegna heyrast þá reglulega raddir foreldra og annarra aðila um að skólakerfið okkar sé ekki nógu gott og að kennarar séu ekki að standa sig? Hvers vegna sitja kennarar uppi með þá tilfinningu að þeim sé ekki treyst  sem fagmönnum?

Ég er talsmaður þess að skólastarf þurfi að byggja á styrkleikum nemenda en einnig á styrkleikum kennara, nemendahópsins og hópasamsetningunni. Hópastærð á ekki að vera ein stærð. Í núverandi lögum eru ekki til viðmið heldur er það á ábyrgð hvers sveitarfélags að setja sér viðmið og vinnureglur varðandi bekkjarstærðir. Í sveitarfélaginu sem ég starfa í eru það 22 nemendur á yngsta stigi og 28 á mið- og unglingastigi sem er til viðmiðunar við ákvarðanir um fjölda í bekkjum eða námshópum. Ef nemendur eru fleiri en sem þessu nemur er ákveðið kerfi sem segir til um hversu fljótt setja eigi saman nýjan umsjónarbekk. Lesa meira…

Hvar er draumurinn? Draumur kennarans

í Pistlar

 Erla Björg Rúnarsdóttir

 

Í skólum eru nemendur með ólíka styrkleika og margbreytilegar þarfir. Þar starfar einnig fólk með ólíkan bakgrunn og fjölþætta þekkingu sem sinnir fjölbreyttum störfum innan skólans með það að leiðarljósi að auka hæfni nemenda. Það má þó ekki gleyma mannlega þættinum. Þetta fólk þarf vissulega að vera viðbragðasnjallt og geta tekist á við allskonar aðstæður sem geta jafnvel reynst ofurhetjum erfiðar en staðreyndin er sú að þetta er fólk.

Íslenskir skólar starfa eftir menntastefnunni um skóla fyrir alla eða skóla án aðgreiningar. Menntastefnu sem er alþjóðleg og kemur fyrst fyrir á íslensku máli í þýðingu á Salamanca – yfirlýsingunni sem var samþykkt af Sameinuðu þjóðunum árið 1994 (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2015). En  hverjir eru það sem bera ábyrgð á framkvæmd stefnunnar?  Eru það eingöngu skólarnir og sveitafélögin? Eða er það mögulegt að fleiri starfsstéttir og fleiri aðilar beri ábyrgð?  Gagnrýnisraddir eru margar og þeir sem gagnrýna hæst og mest halda því fram að skortur á fjármagi hamli því að hægt sé að framfylgja stefnunnu. Foreldrar standa í þeirri trú að ef barnið þeirra er með greiningu þá eigi það rétt á því að námið sé sniðið að þeirra þörfum og  greiningunni fylgi meira fjármagn. Málið er að skóli fyrir alla er einmitt  fyrir alla og á læknisfræðileg greining ekki að skipta neinu máli í því samhengi. Lesa meira…

Þróun grunnskólans undir stjórn sveitarfélaga. Viðhorf reyndra grunnskólakennara

í Greinar

Ingvar Sigurgeirsson

 

Í mars 2022 birti ég hér í Skólaþráðum grein (sjá hér) um mat 25 álitsgjafa á því hvernig grunnskólanum hefði farnast eftir að sveitarfélög tóku yfir rekstur hans fyrir rúmum aldarfjórðungi. Í álitsgjafahópnum var fólk sem ég taldi að hefði fylgst vel með skólamálum á þessum tíma. Í hópnum voru m.a. núverandi og fyrrverandi forsvarsmenn Kennarasambands Íslands, starfandi og fyrrverandi skólastjórar og fræðslustjórar, kennsluráðgjafar, auk háskólakennara og annarra fagaðila sem hafa verið að rannsaka og meta þróun skólastarfs á þessu tímabili. Ég var harla ánægður með þennan hóp og vænti góðrar umræðu um viðhorf þeirra til málsins. Þær vonir urðu því miður að engu vegna harðrar gagnrýni á vali fólks í hópinn; þ.e. að í hópnum væri enginn starfandi grunnskólakennari. Ég viðurkenni að þessi gagnrýni kom mér nokkuð í opna skjöldu því í álitsgjafahópnum voru margir grunnskólakennarar, en það var rétt að enginn þeirra var í starfi grunnskólakennara á því augnabliki þegar könnunin var gerð. 

Niðurstaðan mín var að ráðast í nýja könnun þar sem fyrst og fremst yrði leitað sjónarmiða starfandi grunnskólakennara; fagfólks sem hafði verið á gólfinu með nemendum frá því fyrir flutninginn og væri enn að. Markmiðið var að ná til kennara í mörgum og helst ólíkum sveitarfélögum og ég notaði einfaldlega kort af Íslandi þegar ég ákvað hvar bera skyldi niður. Ég fékk góða aðstoð, m.a. frá nokkrum þeirra sem höfðu gagnrýnt fyrra val mitt og á endanum hafði ég í höndum álit 26 grunnskólakennara, sem flestir voru í starfi þegar þeir svöruðu könnuninni. Svörin voru þó einum færri, eða 25, en einn svarenda fékk samstarfskonu sína, sem kennt hefur í hartnær hálfa öld, til að svara með sér. Ég gerði að sjálfsögðu enga athugasemd við það. Í hópnum eru nokkrir sem ekki voru að kenna börnum þá stundina sem könnuninni var svarað; þrír skólastjórnendur, einn fræðslustjóri og einn námsráðgjafi. Þessi álitsgjafahópur kemur úr 20 sveitarfélögum vítt og breitt um landið (sjá lista yfir hópinn hér neðst í greininni).  Lesa meira…

Fara í Topp