Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

skólasaga

Stóru-Vogaskóli, 150 ára saga: 1872–2022

í Greinar

Þorvaldur Örn Árnason

 

Haustið 2022 átti Stóru-Vogaskóli 150 ára afmæli. Af því tilefni birti ég vikulega þátt úr sögu skólans í Víkurfréttum. Alls urðu þetta 46 þættir sem þar birtust. Síðar bættust fjórir við.

Haustið 2021 fékk ég þá hugmynd að vinna úr gögnum sem ég hafði safnað í tengslum við 140 ára afmæli skólans 2012, hvattur til þess af Snæbirni Reynissyni skólastjóra og Hauki Aðalsteinssyni sagnfræðigrúskara, sem höfðu þegar um aldamótin safnað dálitlu efni og haldið upp á 130 ára afmælið 2002. Talsvert af handskrifuðum gögnum frá allri 20. öld voru varðveitt í skólanum. Þau nýttust vel við skrif þessi en auk þess leitaði ég víða fanga eins og gerð er grein fyrir 49. þætti, sjá hér.

Eftir að hafa birst í Víkurfréttum var öllu efninu safnað saman á vefsíðu Stóru-Vogaskóla, sjá hér: Þættir úr sögu skólans – Stóru-Vogaskóli. Einnig er hægt að nálgast efnið í prentvænni útgáfu, sjá hér.

Hvatinn að þessum skrifum var ekki síst sá að mér fannst skólinn hafa verið sniðgenginn þegar fjallað var opinberlega um elstu barnaskóla landsins. Sem dæmi má nefna í tveggja binda verki Kennaraháskóla Íslands og Háskólaútgáfunnar frá 2008, Almenningsfræðsla á Íslandi, er skólinn ekki nefndur á nafn. Mér þótti því brýn ástæða til að draga sögu skólans fram í dagsljósið. Stóru-Vogaskóli er þriðji elsti barnaskólinn á Íslandi sem hefur starfað samfleytt. Lesa meira…

Lífssagan og lærdómurinn

í Greinar

Birt til heiðurs dr. Ingvari Sigurgeirssyni prófessor sjötugum

Grein I

Soffía Vagnsdóttir

 

Þessi grein er sú fyrsta af þremur sem ég skrifa til heiðurs mínum kæra vini, Ingvari Sigurgeirssyni, sem nýlega fagnaði sjötugsafmæli sínu.

Greinarnar eru samofnar, en fyrsta greinin er að hluta til byggð á erindi, sem ég flutti á skólaþingi sveitarfélaga þann 4. nóvember síðastliðinn. Hún er fyrst og fremst hugleiðing mín um þá vegferð sem skólinn hefur verið á allt frá því að foreldrar mínir voru börn og byggðu undir sína framtíð og fram til þess sem börn í skólum nútímans þurfa og ættu að læra. Samfélagið breytist og þróast og þörfin fyrir þekkingu og hæfni breytist líka. Nám er alltaf mikilvægt; það að læra eitthvað nýtt. Við lærum svo margt nýtt á hverjum degi sem ekki er endilega kennt í skólum. En við þurfum hæfnina til að vega og meta hvað er mikilvægt á hverjum tíma og hvort sá tími sem við höfum skipulagt í formlegt skólakerfi sé orðinn of stór hluti af lífi barna. Pasi Sahlberg hefur til að mynda bent á mikilvægi leiksins í lífi barna.

Þegar allt kemur til alls þá lítur maður sér nær þegar kemur að því að skoða hvernig ég hef lært það sem ég kann og hvað hefur komið sér best í lífinu. Ósjálfrátt máta ég mig við það sem ég er að reyna að leggja af mörkum inn í skólaumræðuna. Alltaf með barnið að leiðarljósi – barnið í miðjunni og hæfni þess til að skapa framtíð sína og hamingju. Lesa meira…

Að feta af stað menntaveginn um miðbik síðustu aldar

í Greinar

Birt til heiðurs dr. Ingvari Sigurgeirssyni prófessor sjötugum

 

Ólafur H. Jóhannsson

 

Í þessari grein segir Ólafur H. Jóhannsson, fyrrverandi skólastjóri og lektor við Háskóla Íslands frá skólagöngu sinni, sem hófst eins og nafn greinarinnar bendir til um miðbik síðustu aldar. Frásögnin sýnir meðal annars vel þær miklu breytingar sem orðið hafa frá þeim tíma á formlegri menntun barna og unglinga. Greinin byggir að stofni til á ávarpi sem Ólafur hélt þegar hann var að ljúka starfi sínu við Háskólann. Í niðurlagi greinarinnar má lesa mikilvæga útleggingu!    Lesa meira…

Fara í Topp