Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

skólarannsóknadeildin

Haustþingin eru minnisstæð

í Greinar

Þórleif Drífa Jónsdóttir

 

Kæru málþingsgestir

Það er gaman að fá að vera hér í dag og rifja upp það sem gerðist fyrir löngu. Ég var svo heppin að taka þátt í þessu ævintýri og fá tækifæri til vinna með því frábæra fagfólki sem vann í Menntamálaráðuneytinu að skólaþróun, af hugsjón og lifði fyrir það sem það var að gera.

Þórir Sigurðsson, sem nú er látinnn, var námsstjóri í mynd- og handmennt, sem var samheiti yfir greinarnarnar smíði, handavinnu og myndmennt. Þórir bar hitann og þungann af því starfi sem unnið var undir merkjum mynd- og handmenntar og tengdi þessar greinar saman. Hann var frábær leiðtogi og yfirmaður.  Ég leit reyndar aldrei á hann sem yfirmann, því allt okkar samstarf byggðist á jafnréttisgrundvelli, sem þróaðist síðan í ómetanlega vináttu. Lesa meira…

Skólinn á að ganga á undan með góðu fordæmi

í Greinar

Aðalheiður Auðunsdóttir

 

Ég hóf störf sem námstjóri í heimilisfræði í skólaþróunardeild menntamálaráðuneytisins 1983 og vann þar til ársins 1992. Ég tók við góðu búi af forvera mínum Bryndísi Steinþórsdóttur. Það kom sér vel fyrir mig að hafa unnið í starfshópi með henni og fleiri góðum kennurum að framgangi heimilisfræðinnar, meðal annars að því að nemendur í yngri aldurshópum fengju kennslu í heimilisfræði.

Ég er menntaður heimilisfræðikennari, kenndi matreiðslu, næringar- og neytendafræði við Húsmæðrakóla Reykjavíkur, næringarfræði við framhaldsdeild Víghólaskóla og var síðan búin að kenna heimilisfræði í grunnskólum í níu ár þegar ég hóf störf í Menntamálaráðuneytinu. Ég hafði áhuga og metnað til að vinna að framgangi heimilisfræði á Íslandi og var reiðubúin í þetta skemmtilega verkefni sem námstjórastaðan bauð.

Með nýjum grunnskólalögum árið 1974 var brotið blað í íslenskri skólasögu. Kveðið var á um jafnan rétt pilta og stúlkna til náms í öllum námsgreinum grunnskólans.  Heimilisfræði varð skyldunámsgrein fyrir pilta og smíðar skyldunámsgrein fyrir stúlkur. Lesa meira…

Áhrif í orði eða á borði? Skólarannsókna-/skólaþróunardeild 1966–1990

í Greinar

Þann 12. maí 2018 var haldið í Veröld – húsi Vigdísar málþing sem ætlað var ætlað að varpa ljósi á áhrif skólarannsókna- og skólaþróunardeildar menntamálaráðuneytisins 1966–1996 á skólastarf og skólaþróun í landinu. Skólarannsóknadeildin var sett á laggirnar 1966 (hét fyrst Skólarannsóknir, þá Skólarannsóknadeild og síðar Skólaþróunardeild). Hún fékk fljótlega það verkefni að annast heildarendurskoðun náms og kennslu í grunnskólum og var þetta verkefni vafalítið eitt umfangsmesta skólaþróunarverkefni sem í hefur verið ráðist hér á landi. Fjöldi sérfræðinga kom að starfinu, námstjórar, námsefnishöfundar og ráðgjafar. Auk námsefnisgerðar unnu starfsmenn að námskrárgerð, viðamikilli endurmenntun í samstarfi við Kennaraháskólann og útgáfu handbóka og leiðbeininga, auk þess að heimsækja skóla til ráðgjafar og eftirlits. Talsverðar deilur urðu þegar á leið um sumt í þessu starfi, t.d. um námsefni í samfélagsgreinum (sjá um það t.d. í bókinni Sögukennsluskammdegið – Rimman um sögukennslu og samfélagsfræði 1983–1984 í ritstjórn Lofts Guttormssonar, sjá hér).

Á málþinginu flutti Gerður G. Óskarsdóttir erindi þar sem hún velti fyrir sér áhrifum þessa starfs. Ritstjórn Skólaþráða falaðist eftir að fá að birta erindið og varð Gerður góðfúslega við því. Fleiri greinar frá þinginu munu birtast í Skólaþráðum á næstunni.


Lesa meira…

Fara í Topp