Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

samsæriskenningar

Hatur í heimalandi: Bók um liðsöfnun herskárra þjóðernissinna

í Ritdómar

Atli Harðarson

 

Árið 2020 kom út hjá Princeton University Press bók sem heitir Hate in the Homeland: The New Global Far Right (Hatur í heimalandi: Nýlegar hægriöfgar víða um heim). Höfundurinn, Cynthia Miller-Idriss, er prófessor við American University í Washington DC.

Bókin fjallar um liðsöfnun hreyfinga sem eiga það sameiginlegt að sjá suma íbúa í eigin landi sem óvini eða ógn við kynþátt sinn, þjóðerni, trú eða menningu. Hún er skrifuð fyrir almenning fremur en sérfræðinga en byggir samt á fræðilegri þekkingu enda hefur höfundur árum saman unnið að rannsóknum á öfgahreyfingum.

Í fyrra var bókin endurútgefin bæði sem rafbók og sem pappírskilja. Eftirfarandi umsögn er skrifuð í þeirri trú að efnið eigi erindi við foreldra, kennara, tómstundafræðinga, íþróttaþjálfara og aðra uppalendur. Lesa meira…

Fara í Topp