Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

Salaskóli

Nýr skóli á nýrri öld – um þróunarstarf í Salaskóla í tuttugu ár

í Greinar

Birt til heiðurs dr. Ingvari Sigurgeirssyni prófessor sjötugum

 

Hafsteinn Karlsson

 

Í upphafi aldarinnar var mikil gerjun í skólastarfi. Sveitarfélögin höfðu nýlega tekið við rekstri grunnskólanna af ríkinu og víðast hvar var mikill metnaður og áhugi heimamanna á að gera skólana sína sem besta. Í Reykjavík var t.a.m. markvisst umbótastarf í gangi þar sem lagt var upp með einstaklingsmiðað og fjölbreytt skólastarf. Kennaraháskólinn var kominn vel af stað með sérstakt framhaldsnám fyrir skólastjórnendur með áherslu á faglega forystu skólastjórnenda í sínum skólum og mikilvægi þess að starf hvers skóla byggi á skýrri hugmyndafræði. Meistaranám í kennslufræðum hafði einnig fest rætur. Fjölgreindakenning Gardners var á hvers mann vörum og bók Thomasar Armstrongs um hana kom út í íslenskri þýðingu Erlu Kristjánsdóttur árið 2001. Hún opnaði augu margra kennara fyrir mikilvægi fjölbreytts skólastarfs. Einnig voru hugmyndir um samfellu skóla- og frístundastarfs, umhverfismál, jafnréttismál og möguleikar upplýsingatækninnar í námi og kennslu ofarlega á baugi. Þá voru gerðar tilraunir til að stokka upp kjarasamninga kennara m.a. í því skyni að auka möguleika á faglegu samstarfi og samvinnu kennara við undirbúning og skipulagningu náms. Lesa meira…

Ég og bærinn minn – verkefni í Salaskóla

í Greinar

Hrafnhildur Georgsdóttir

 

Ég og bærinn minn er þróunarverkefni sem unnið var í Salaskóla síðastliðinn vetur. Verkefnið var unnið á miðstigi og tóku um 200 nemendur þátt í því. Verkefnisstjórar voru Hrafnhildur Georgsdóttir og Þorvaldur Hermannsson kennarar við skólann. Hafsteinn Karlsson skólastjóri var þeim innan handar í ferlinu.

Hugmyndin að þessu verkefni kviknaði í ferð sem verkefnisstjórarnir fóru í til Finnlands ásamt skólastjóra og fleiri kennurum Salaskóla í febrúar 2016. Þar sáum við mjög áhugaverða útfærslu á verkefnum í frumkvöðla- og fjármálafræðum. Við hrifumst af þeim og ákváðum að búa til verkefni í svipuðum dúr. Við lögðumst í mikla vinnu við að búa til námsefni og skipulag sem byggðist að einhverju leyti á því sem við sáum í Finnlandi en svo að mestu á okkar reynslu og þekkingu og ekki síst íslenskum aðstæðum. Markmið verkefnisins voru m.a. efla frumkvöðlahugsun og nýsköpun hjá nemendum, hjálpa þeim að gera sér grein fyrir styrkleikum sínum, hvetja þá til að vera óhræddir að hrinda hugmyndum í framkvæmd, efla þekkingu þeirra og skilning á fjármálum, atvinnulífi, stofnunum í samfélaginu og lýðræði. Lesa meira…

Fara í Topp