Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

Menntaskólinn á Akureyri

Samþættar námsgreinar í Menntaskólanum á Akureyri: Menningar- og náttúrulæsi í tíu ár

í Greinar

Birt til heiðurs dr. Ingvari Sigurgeirssyni prófessor sjötugum

 

 

Valgerður S. Bjarnadóttir

 

Eins og við aðra framhaldsskóla, hófust stjórnendur og kennarar við Menntaskólann á Akureyri handa við endurskipulagningu á skipulagi og inntaki náms þegar ný lög um framhaldsskóla voru samþykkt árið 2008. Það frelsi sem lögin fólu í sér buðu upp á ýmsa möguleika til að þróa og endurskipuleggja námskrá skólans út frá sérstöðu hans og þróunarvinnu sem hafði átt sér lengri aðdraganda. Undirrituð var þá kennari og verkefnastjóri við skólann og kom með virkum hætti að þróun nýrrar námskrár. Á þessum tíma hafði skólinn um nokkurt skeið boðið upp á kjörsviðsgrein í ferðamálafræði fyrir nemendur á málabraut, en um var að ræða röð samþættra áfanga þar sem tungumála- og upplýsingatæknikennarar brutu niður veggi milli námsgreina í gegnum verkefnamiðað nám með sterkri tengingu við samfélagið. Þessi nýjung hafði heppnast vel og gefið dýpt og raunveruleikatengingu í tungumálanám nemenda. Segja má að hið vel heppnaða ferðamálakjörsvið hafi verið kveikjan og grunnurinn að þeirri hugmynd að halda þróun slíkra kennsluhátta áfram með samþættum áföngum í 1. bekk þar sem mikil áhersla yrði lögð á þjálfun í vinnubrögðum, læsi í víðum skilningi og leiðsagnarnám. Tilurð áfanganna var ein stærsta breytingin sem gerð var á námskrá skólans við innleiðingu núgildandi laga og námskrár, og þeir hafa verið hluti af námi við skólann frá því að ný námskrá var innleidd skólaárið 2010–2011. Fyrsta veturinn gengu áfangarnir undir sameiginlega heitinu Íslandsáfanginn og var þá sem nú skipt í samfélags- og náttúruhluta. Seinna festust í sessi áfangaheitin menningar- og náttúrulæsi. Lesa meira…

Menntun og nám – sameiginleg vegferð nemenda og kennara: Um menntabúðir í Menntaskólanum á Akureyri

í Greinar

Anna Eyfjörð Eiríksdóttir, Arnfríður Hermannsdóttir og Eva Harðardóttir

 

Umbætur í skólastarfi tengjast nú í auknum mæli  miðlun þekkingar og upplýsinga sem og samskiptum kennara og nemenda. Á tímum heimsfaraldursins COVID-19 hefur upplýsinga- og samskiptatækni fengið umtalsvert stærri sess í skólahaldi en áður og það á undraskömmum tíma. Margir kennarar og nemendur hafa nú stigið inn í nýjan veruleika náms og kennslu þar sem stafrænar lausnir, samspil og samvinna leika stærra hlutverk en öllu jafna. Kórónuveiran hefur minnt alla, sem að skólahaldi koma, á hversu mikilvægt það er að deila reynslu okkar og upplifunum á jafningagrundvelli. Læra hvert af öðru og vera óhrædd við að kanna nýjar slóðir. Í þessari grein verður rætt um nýsköpunar- og þróunarverkefni í ofangreindum anda sem unnið hefur verið í Menntaskólanum á Akureyri á undanförnum þremur árum og hefur nú skipað sér mikilvægan sess í skólahaldinu. Lesa meira…

Fara í Topp