Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

markmið menntunar

Að vakna til vitundar: Um bókina World-Centred Education eftir Gert Biesta

í Ritdómar

Atli Harðarson

 

Undanfarinn einn og hálfan áratug hafa bækur og greinar eftir Gert Biesta haft umtalsverð áhrif á menntavísindi og heimspeki menntunar. Þessi áhrif ná langt út fyrir Vestur-Evrópu og hinn enskumælandi heim enda hafa verk eftir hann verið þýdd á um tuttugu tungumál.

Biesta hóf feril sinn í Hollandi þar sem hann fæddist og ólst upp, en hann hefur starfað víða, meðal annars í Noregi og Svíþjóð og er nú prófessor við Maynooth háskólann á Írlandi og við Edinborgarháskóla í Skotlandi. Í skrifum sínum tengir hann þekkingu á menntavísindum, menntastefnu og skólamálaumræðu samtímans við skilning á meginstraumum heimspeki síðustu aldar, einkum evrópskri tilvistarstefnu (existentialism) og amerískri verkhyggju (pragmatism).

Nýjasta bók hans (Biesta 2022), sem kom út í fyrra, heitir fullu nafni World-Centred Education: A View for the Present. Hún er fremur stutt, aðeins 113 blaðsíður, og textinn hverfist um eina meginhugmynd sem er að skólar hafi þrefaldan tilgang og menntun þrenns konar markmið. Það sem hér fer á eftir er um þessa einu bók og allt sem ég hef eftir Biesta er sótt í hana. Lesa meira…

Fara í Topp