Í hvað erum við að flýta okkur? Ofuráhersla á bóklega færni ungra barna dregur úr hæfni þeirra í því sem mestu máli skiptir
Birt til heiðurs dr. Ingvari Sigurgeirssyni prófessor sjötugum
Ingvi Hrannar Ómarsson
Við höfum öll takmarkaðan tíma og það hvernig við notum hvern dag safnast saman í það sem við gerum. Ekki það sem við ætlum kannski að gera á morgun, heldur er hæfni okkar, heilsa og þekking byggð á því sem við gerðum, borðuðum og lærðum í dag. Lífið er fullt af deginum í dag … ekki morgundögum. Ef við ætlum að verða góð í einhverju þurfum við að gera það í dag. Ekki mögulega á morgun.
Hvernig börn verja sínum tíma skiptir gríðarlegu máli. Árin, frá eins til sex ára, eru líklega þau mikilvægustu í lífi hverrar manneskju. Þá byggjum við upp mikið af hæfni okkar til samskipta og það er einmitt á þessum aldri sem samhygð (e. empathy) barna þroskast og mótast. Án hennar er grundvöllur fyrir nær öllum eðlilegum samskiptum og velgengni í lífinu á veikum grunni byggður. Lesa meira…