Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

lausnateymi

CRM líkanið frá Kanada: Skipulag að styðjandi menningu

í Greinar

Ingileif Ástvaldsdóttir

 

Í október 2019 var ég svo heppin að fá að vera þátttakandi í samstarfsverkefninu Exchanging Minds sem Skólastjórafélag Íslands og Kennarasambandið í Alberta í Kanada standa að. Samstarfsverkefnið felur í sér að þátttakendur eru paraðir saman, tveir og tveir og heimsækja hvor annan í tíu daga. Í verkefninu gefst þátttakendum tækifæri til að fylgja skólastjórnanda eftir eins og skuggi, bæði í leik og starfi því að meðan á dvölinni stendur búa þátttakendur heima hjá hvor öðrum og ná því að kynnast betur en ef um hefðbundna skólaheimsókn væri að ræða. Í mínu tilviki fékk ég ekki bara tækifæri til að kynnast starfinu í skóla samstarfskonu minnar heldur líka fleiri skólum í skólahverfi hennar.

Í einni slíkri heimsókn fékk ég að horfa á og meta kennarafund þar sem kennarar og stjórnendur skólans æfðu sig í að halda fund þar sem þeir studdu hver annan í að finna lausnir sem fólu í sér aðlögun námsumhverfisins að stöðu og þörfum nemendanna sem voru til umfjöllunar á fundinum. Á þessum fundi kynntist ég því hvernig einfalt skipulag ásamt nálgun og orðfæri fundarmanna getur meðal annars eflt fagmennsku þeirra og ýtt undir að þeir læri hver af öðrum og af eigin starfi. Lesa meira…

Fara í Topp