Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

Krikaskóli

Árangursríkt samstarf Krikaskóla og Heilsugæslu Mosfellsbæjar

í Greinar

Þrúður Hjelm

 

Þegar Krikaskóli tók til starfa í nýbyggingunni  við Sunnukrika í Mosfellsbæ vorið 2010 voru mörkuð spor í samstarfi skólans og Heilsugæslunnar í Mosfellsbæ.

Í skólanum eru börn á aldrinum tveggja til níu ára – þar eru því leikskólabörn og svo börn á yngsta stigi grunnskólans í sama húsnæði og samnýta alla aðstöðu skólans.

Til stóð að skólahjúkrunarfræðingur hefði viðveru í skólanum til að sinna þeim grunnskólabörnum sem í skólanum væru hverju sinni.  Skólahjúkrunarfræðingurinn sinnir fræðslu og eftirliti með heilbrigði og heilsufari barna á aldrinum sex til níu ára.  Áætluð viðvera skólahjúkrunarfræðings var ekki löng  í hverri viku enda börnin ekki mörg á grunnskólaaldri.  Sú hugmynd kom því upp hvort einnig væri hægt að þjónusta leikskólabörnin innan skólans. Lesa meira…

Stærðfræði með ungum börnum – Nálgun og leiðir í Krikaskóla

í Greinar

Kristjana Steinþórsdóttir


Í þessari grein er sagt frá stærðfræðikennslu í Krikaskóla og þá sérstaklega þeirri nálgun sem notuð er til að byggja upp talna- og aðgerðaskilning barna.

Stærðfræðikennsla í Krikaskóla byggir á hugmyndafræðinni Stærðfræðikennsla byggð á skilningi barna (SKSB) eða Cognitively Guided Instruction (CGI) þegar unnið er með talna- og aðgerðaskilning. SKSB fellur undir ramma hugsmíðahyggjunnar. Dr. Ólöf Björg Steinþórsdóttir sem starfar við Háskóla Norður-Iowa er í samstarfi við Krikaskóla og hefur stýrt fræðslu til kennara og starfsmanna skólans ásamt verkefnastjóra í stærðfræði í Krikaskóla, Kristjönu Steinþórsdóttur. Samstarfið hófst skólaárið 2009-10 og hefur staðið síðan. Lesa meira…

Fara í Topp