Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

kennaramenntun

Rödd kennaranemans

í Pistlar

Amanda Mist Pálsdóttir

 

Eftir að ég hóf kennaranám fékk ég mjög oft í vettvangsnámi mínu spurninguna „hvernig datt þér eiginlega í hug að fara í kennaranám“? Eftir því sem ég fékk þessa spurningu oftar fór ég smám saman að efast um það hvort ég væri að velja mér rétta námið miðað við viðbrögðin frá samfélaginu. Í dag, þegar ég er nýbúin að ljúka kennaranáminu, get ég fullyrt að þetta er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu. Eftir að hafa fengið allar þessar spurningar um það hvers vegna ég hafði valið kennaranámið fór ég að ígrunda hvað ylli því að umtalið um kennarastéttina væri svona neikvætt. Þegar ég fór að skoða það nánar sá ég að oftar en ekki voru þetta kennarar sem töluðu niður til sinnar eigin stéttar. Það skipti ekki máli hvaða grunnskóla ég heimsótti í vettvangsnámi mínu, ég gat alltaf búist við því að heyra eitthvað neikvætt um kennarastarfið.

Þar sem við kennaranemar erum framtíð kennarastarfsins er það undir okkur komið að upphefja kennarastéttina og breyta viðhorfinu í samfélaginu. Það erum við sem þurfum að berjast fyrir því að fá þessu breytt, en við gerum það ekki nema láta rödd okkar heyrast úti í samfélaginu. Kennaranemar þurfa að vera þátttakendur í að móta jákvætt viðhorf gagnvart kennarastéttinni og því er gríðarlega mikilvægt að rödd okkar fái að heyrast. Þannig getum við lagt af mörkum til að stéttin öðlist þá virðingu sem hún á skilið. Lesa meira…

„Spotta, lyfta, gera sýnilegt – það er áskorunin akkúrat núna.“ Um þróun háskólakennslufræði við Háskóla Íslands

í Greinar

Birt til heiðurs dr. Ingvari Sigurgeirssyni prófessor sjötugum

 

Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson.

Guðrún Geirsdóttir

 

Eins og félagi minn góður, heiðursmaðurinn og stórafmælisbarnið Ingvar Sigurgeirsson, hef ég um langt skeið brunnið fyrir kennslufræðum og kennaramenntun og borið gæfa til að fá að sinna þeirri ástríðu minni á starfsvettvangi mínum innan Háskóla Íslands. Fyrir hartnær tuttugu árum var Kennslumiðstöð Háskóla Íslanda stofnuð, miðstöð sem ég hef stýrt sem stjórnarformaður frá stofnun og sem deildarstjóri síðasta áratug. Á þessum tuttugu árum hefur starfsþróun háskólakennara á sviði kennslu verið kjarni míns starfs og því langar mig að nota tækifærið hér til að fjalla um þróun kennslufræða fyrir háskólakennara við Háskóla Íslands. Mig langar að deila vegferðinni frá fyrstu tilraunum til að koma á laggirnar formlegu námi í kennslufræði fyrir háskólakennara til dagsins í dag þar sem kennsluþróun hefur öðlast formlegan sess í störfum kennsluþróunarstjóra sem sjá hlutverk sitt að „spotta, lyfta og gera sýnilegt“ (Elva Björg Einarsdóttir, 2020). Lesa meira…

Grunnskólakennaranámið – hvar stöndum við?

í Greinar

Birt til heiðurs dr. Ingvari Sigurgeirssyni prófessor sjötugum

 

Þuríður Jóna (t.v.) og Amalía (t.h.). Mynd: Kristinn Ingvarsson

Þuríður Jóna Jóhannsdóttir og Amalía Björnsdóttir

 

Tímamót urðu í menntun grunnskólakennara árið 2008 þegar sett voru ný lög um kennaramenntun (lög nr. 87/2008) sem kváðu á um að kennaranám fyrir öll skólastig skyldi vera fimm ára nám sem lyki með meistaraprófi. Þetta sama ár sameinuðust Kennaraháskóli Íslands, sem hafði verið flaggskip kennaramenntunar á Íslandi frá stofnun Kennaraskóla Íslands árið 1908, og Háskóli Íslands. Í greininni er þróun grunnskólakennaranáms til umræðu og þau áhrif sem lenging þess hafði á aðsókn og fjölda brautskráninga við Menntavísindasvið Háskóla Íslands fram til ársins 2020. Lesa meira…

Hvert skal haldið? Hugleiðing um skipan stuðnings við markvissa skólaþróun

í Greinar

Birt til heiðurs dr. Ingvari Sigurgeirssyni prófessor sjötugum

 

Helgi Grímsson

 

Í ár er aldarfjórðungur frá því að allur rekstur grunnskólans fluttist frá ríkinu yfir til sveitarfélaganna. Flutningur grunnskólans var stærsta skrefið sem stigið hefur verið á undanförnum áratugum til að efla sveitarstjórnarstigið í landinu og stuðla að skýrari verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Á sama tíma hefur leikskólinn eflst sem fyrsta skólastigið og er námskrá þessara tveggja skólastiga samræmd að nokkru. Ég tel að margt hafi heppnast afar vel við þennan flutning og við séum almennt með góða leikskóla og grunnskóla sem gengur vel að sinna þeim verkefnum sem þeim eru falin. Athyglisvert er þó að hvorki hafa verið gerðar heildstæðar óháðar úttektir á stöðu leikskóla né grunnskóla, í kjölfar þessara miklu kerfisbreytinga. Lesa meira…

„Það er eins og það hafi verið skipt um rafgeymi í manni“

í Greinar

Gildi starfstengdrar leiðsagnar fyrir starfsþróun kennara

Birna María B. Svanbjörnsdóttir, Hildur Hauksdóttir og María Steingrímsdóttir

Starfstengd leiðsögn hefur öðlast ríkan sess í umræðu um skólamál á undanförnum misserum. Kennaraskortur, brotthvarf kennara úr starfi og álag í vinnuumhverfi þeirra hafa rennt frekari stoðum undir hugmyndir um markvissari leiðsögn með nýliðum í kennarastéttinni sem og kennaranemum. Rannsóknir, erlendar og íslenskar, hafa sýnt fram á með óyggjandi hætti að formleg leiðsögn skili sér í bættu skólastarfi enda felur hún í sér gagnkvæma starfsþróun jafnt hjá þeim sem veita leiðsögnina og þeim sem hana þiggja. Lesa meira…

Fara í Topp