Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

Jón Torfi Jónasson

Education and school – the present and the potential futures – points for contemplation

í Greinar

Jón Torfi Jónasson

 

On November 11th 2022, the School of Education held a seminar on the future of education from different perspectives to honour Jón Torfi Jónasson, who has for a long time taught and researched education at the University of Iceland. A special issue of Netla was also published based on the same rationale. Towards the end of the meeting, Jónasson presented a list of topics and he argued that they tended to be marginalised in the educational arena but certainly deserved thoughtful discussion. Education needs such discourse. He presented these points with the following preamble: Educational discourse has always been complex and continues to be so. I suggest that there are certain basic tenets that should be brought to the fore and debated, perhaps before other issues are taken up in the school or educational discourse; often mundane issues that tend to marginalise the most important ones. I make certain claims that I feel are very important, which at the very least need to be debated. I briefly attempt a clarification in each case. Only the first statement is specifically Icelandic.

The article in IcelandicThe article in Polish

Lesa meira…

Menntun og skóli, — nútíðin og framtíðir sem koma – efni til hugleiðingar

í Greinar

Jón Torfi Jónasson

 

Jón Torfi Jónasson, fyrrverandi prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, átti stórafmæli á síðasta ári. Af því tilefni var gefið út afmælisrit honum til heiðurs (sjá hér). Jafnframt var efnt til ráðstefnu þar sem fjallað var um framtíð menntunar frá ólíkum sjónarhornum. Á ráðstefnunni flutti Jón Torfi stutt ávarp þar sem hann varpaði fram fullyrðingum um mennta- og skólamál sem hann taldi mikilvægt að ræða og deila um. Ritstjórn Skólaþráða falaðist eftir því að fá að birta þetta yfirlit og lét Jón Torfi það góðfúslega í té með þessum orðum: Umræða um menntun hefur ætíð verið flókin og verður það áfram. Ég tel að nokkur grundvallaratriði ætti að setja á stall og ræða áður en fjölmargt annað tekur völdin í mennta- eða skólaumræðunni og jaðarsetur það sem hér er nefnt. Ég set fram ákveðnar fullyrðingar sem ég tel að ættu að hafa forgang í umræðu um menntun og legg fram örstutta útskýringu í hverju tilviki. Aðeins fyrsta atriðið er séríslenskt.

Að tillögu Jóns Torfa er ávarpið  birt hér í Skólaþráðum á íslensku, ensku (sjá hér) og pólsku (sjá hér). Lesa meira…

Einstaklingsmiðað nám?

í Pistlar

Þórhildur Daðadóttir

Ég er alin upp í sveit. Átti góða æsku. Og þó að efnin væru ekki mikil, skorti mig ekkert. Nema eitt, bekkjarfélaga. Í sveitinni var lítill sveitaskóli. Við byrjuðum þrjú en svo fluttu bekkjarsystkini mín í burtu. Þannig að frá 4. bekk skorti mig bekkjarfélaga. Það var samt samkennsla í skólanum svo ég sat ekki ein í stórri skólastofu, en í sumum fögum voru árgangar ekki saman. Ég fékk t.d. einkakennslu í dönsku og ensku fyrstu árin. Einstaklingsmiðað nám? Nei, varla. Það var farið eftir námskránni og námsefnið var það sama og hafði alltaf verið; það sem bekkurinn á undan mér lærði, lærði ég, og það sem ég lærði, lærði bekkurinn á eftir mér. En er það þannig sem einstaklingsmiðað nám virkar? Einkakennsla? Að hver og einn læri á sinn hátt? Lesa meira…

Leikskólinn ‒ þar sem framtíðin fæðist

í Greinar

Grein birt til heiðurs dr. Jóni Torfa Jónassyni prófessor emeritus 75 ára

Kristín Dýrfjörð

 

Steinn Steinar orti í 1942, „Í draumi sérhvers manns er fall hans falið“, en í draumum  sérhverjar manneskju er líka framtíð hennar falin.

Og ég á mér draum – um betra líf, um góða leikskóla og framtíð.

Ég á mér draum, um að leikur barna einkennist af leikgleði og hugmyndaríki í skapandi og styðjandi umhverfi.

Ég á mér draum um að í leikskólum starfi fagfólk sem treystir leik barna sem námsleið.

Ég á mér draum að leikskólinn sé vagga lýðræðis, sé vagga gagnrýninnar hugsunar.

Ég á mér draum um framtíð. 

Nýlega hlustaði ég fyrirlestur um menntun á meðal frumbyggja í Rómönsku Ameríku. Meðal þess sem þar kom fram var umræða um tímann, hvernig við skynjum tímann og upplifum hann. Í samfélaginu sem þarna var til umfjöllunar var talað um að framtíðin væri fyrir aftan okkur, en fortíðin fyrir framan okkur. Þetta hljómar svolítið eins og öfugmæli en því meira sem ég hugsaði um þetta viðhorf til tímans, fannst mér það merkilegra og líka rétt. Því sannarlega mótast framtíð okkar í fortíðinni og fortíðinni mætum við á hverjum degi.

Í því sem við höfum gert eða ekki gert. Þeim tækifærum sem við fengum og nýttum eða vannýttum. Því má segja að framtíð leikskólans búi í fortíðinni. Þær ákvarðanir og þau viðhorf sem við mótum í dag verða hluti af því sem verður. Lesa meira…

Fátt mun breytast sem skiptir máli nema drifkrafturinn komi frá kennurum

í Greinar

Birt til heiðurs dr. Ingvari Sigurgeirssyni prófessor sjötugum

 

Jón Torfi Jónasson

 

Stöndum við á krossgötum í menntamálum? Sennilega, og líklegast er að við gerum það framvegis. Heimurinn breytist og mennirnir með og hugmyndir okkar um hvað skipti máli og að hverju þurfi að hyggja taka sífelldum breytingum. En sumt breytist hægt og innan skólakerfisins verða breytingar sennilega hægari en æskilegast væri. Oft ættum við að hugsa hlutina alveg upp á nýtt en stundum er einnig gott að rifja upp gamlar góðar hugmyndir. Lesa meira…

Fara í Topp