Hvar er draumurinn? Draumur kennarans
Erla Björg Rúnarsdóttir
Í skólum eru nemendur með ólíka styrkleika og margbreytilegar þarfir. Þar starfar einnig fólk með ólíkan bakgrunn og fjölþætta þekkingu sem sinnir fjölbreyttum störfum innan skólans með það að leiðarljósi að auka hæfni nemenda. Það má þó ekki gleyma mannlega þættinum. Þetta fólk þarf vissulega að vera viðbragðasnjallt og geta tekist á við allskonar aðstæður sem geta jafnvel reynst ofurhetjum erfiðar en staðreyndin er sú að þetta er fólk.
Íslenskir skólar starfa eftir menntastefnunni um skóla fyrir alla eða skóla án aðgreiningar. Menntastefnu sem er alþjóðleg og kemur fyrst fyrir á íslensku máli í þýðingu á Salamanca – yfirlýsingunni sem var samþykkt af Sameinuðu þjóðunum árið 1994 (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2015). En hverjir eru það sem bera ábyrgð á framkvæmd stefnunnar? Eru það eingöngu skólarnir og sveitafélögin? Eða er það mögulegt að fleiri starfsstéttir og fleiri aðilar beri ábyrgð? Gagnrýnisraddir eru margar og þeir sem gagnrýna hæst og mest halda því fram að skortur á fjármagi hamli því að hægt sé að framfylgja stefnunnu. Foreldrar standa í þeirri trú að ef barnið þeirra er með greiningu þá eigi það rétt á því að námið sé sniðið að þeirra þörfum og greiningunni fylgi meira fjármagn. Málið er að skóli fyrir alla er einmitt fyrir alla og á læknisfræðileg greining ekki að skipta neinu máli í því samhengi. Lesa meira…