Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

Háteigsskóli

Menntun hugar og hjarta – nemandinn sem manneskja

í Greinar

Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Th., Ingunn Ásta Sigmundsdóttir, Arndís Steinþórsdóttir, Guðrún Helga Sigfúsdóttir og Ragnar Jón Ragnarsson

Skólaumhverfið iðar af lífi og tekur sífelldum og hröðum breytingum. Tæknibylting, heimsfaraldur og samkomutakmarkanir, góðæri og kreppa á víxl sem krefur skólafólk um ríka aðlögunarhæfni. Undanfarin ár hafa verið bæði viðburðarík og gjöful þegar kemur að þróunarstarfi innan Háteigsskóla. Hér verður gerð grein fyrir þremur þeirra þróunarverkefna sem hafa orðið til síðastliðin fjögur ár. Í Háteigsskóla er ríkjandi sú menning að nemandinn þekki sjálfan sig sem manneskju og uppskeri þannig sterkari sjálfsmynd og aukna sjálfstiltrú (e. self-efficacy). Verkefnin þrjú sem hér verða reifuð stefna öll að sama marki, að efla nemendur í námi, auka sjálfsþekkingu, seiglu og efla tengsl nemenda við sjálfa sig og aðra. Lesa meira…

Fara í Topp