Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

Grunnskóli Snæfellsbæjar

Þegar nemendur leggja af mörkum til samfélagsins …

í Greinar

Ingvar Sigurgeirsson í samstarfi við Rósu Erlendsdóttur

 

 

Sá sem þetta ritar hefur á undanförnum árum leitast við að safna dæmum um framsækið starf í skólum hér á landi. Á bak við þessa viðleitni býr sú hugmynd að það þurfi ekki allir að finna upp hjólið. Ég hef ótal sinnum orðið vitni að því að góðar hugmyndir kveikja nýjar. Ég hef ekki síst reynt að hafa augun opin fyrir hvers konar skapandi verkefnum þar sem nemendur hafa fengið að taka nokkra ábyrgð á námi sínu; verið þátttakendur og fengið að hafa hönd í bagga um inntak, vinnubrögð og útfærslur.

Hvað áhugaverðust hafa mér þótt verkefni sem ná út fyrir skólastofuna, tengjast samfélaginu og sérlega eftirsóknarvert er að þau komi þar að notum; bæti umhverfið eða leggi til þess með einhverjum jákvæðum hætti.

Fyrir nokkrum árum var ég ráðgefandi um innleiðingu teymiskennslu í grunnskólunum á Snæfellsnesi (sjá um þetta verkefni hér). Ég heimsótti skólana nokkrum sinnum og fékk að fylgjast með kennslu og ræða við nemendur, kennara, stjórnendur og annað starfsfólk. Í þessum ferðum kynntist ég fjölmörgum áhugaverðum viðfangsefnum. Eitt þeirra vakti sérstaka athygli mína, en það var verkefni sem nemendur Grunnskóla Snæfellsbæjar, Lýsuhólsskóladeild (en deildin er gjarnan nefnd Lýsa) fengu að vinna í Salthúsinu á Malarrifi. Í deildinni eru nú 20 nemendur í 1.-10. bekk, auk leikskóladeildar. Nemendum er í grunninn kennt í þremur aldursblönduðum hópum og áhersla lögð á einstaklingsmiðað nám. Lesa meira…

Læsisfimman – námsskipulag til að þjálfa læsi í fjölbreyttum nemendahópi

í Greinar

Þorbjörg Halldórsdóttir

 

„Gerðu það sem þú getur, með það sem þú hefur, þar sem þú ert“ (Theodore Roosevelt)

Greinarhöfundur varð þess heiðurs aðnjótandi að fylgja tveimur kennarahópum til Denver í byrjun nóvember 2019. Við vorum ekki á leið í skíðaferð í Klettafjöllunum heldur lá leiðin á námskeið í kennslukerfinu Daily5 sem hefur fengið íslenska heitið Fimman eða Læsisfimman. Námskeiðið stóð í tvo daga og því stýrði Gail Boushey, frumkvöðull Daily5, reyndur kennari, kennsluráðgjafi og höfundur bóka sem fjalla um Fimmuna. Sjaldan hef ég setið námskeið stýrt af jafnmikilli fagmennsku og eldmóði. Þarna er á ferðinni afburðasnjall kennari sem hefur ástríðu fyrir starfi sínu og leggur ómælda vinnu í að miðla þekkingu sinni og reynslu til annarra. Öll hugmyndafræði og hagnýt ráð voru studd með vísunum í rannsóknir og fræðikenningar og öllum spurningum gat hún svarað af dýpt og nákvæmni, en um leið af næmi og skilningi á aðstæðum kennara. Hún notaði fjölbreyttar leiðir til að halda okkur við efnið, örva áhugann og kveikja hugmyndir, s.s. myndir, myndskeið og tónlist. Einnig benti hún á fjölmargar bækur og efni sem hún taldi geta gagnast okkur. Það er sex klukkutíma tímamunur milli Íslands og Denver en við fundum lítið fyrir því og það segir mikið um gæði námskeiðsins. Lesa meira…

Að kynnast umhverfi sínu – átthagafræði í Grunnskóla Snæfellsbæjar

í Greinar


Svanborg Tryggvadóttir

 

Í dag, 20. apríl, eru ánægjuleg tímamót hjá okkur í Grunnskóla Snæfellsbæjar þegar við opnum nýja heimasíðu um átthagafræði.   Átthagafræðin hefur verið fastur liður í skólastarfi okkar í 1.– 10. bekk síðastliðin átta ár.

Forsaga þess að átthagafræði varð námsgrein við skólann er sú að þegar unnið var að skólastefnu Snæfellsbæjar árið 2009 vaknaði áhugi meðal starfsfólks Grunnskóla Snæfellsbæjar á  að auka þekkingu nemenda á heimabyggð sinni. Skipuð var nefnd sem vann að því að innleiða námsgreinina átthagafræði við grunnskólann. Skólinn fékk styrk úr Vonarsjóði 2009 til að vinna að gerð námskrárinnar og tilraunaútgáfa kom út í janúar 2010. Síðan þá hefur námskráin verið í stöðugri þróun.  Þó svo að námskráin hafi í upphafi verið unnin áður en núgildandi aðalnámskrá grunnskóla kom út hefur hún sterka tengingu í innihald hennar eins og grunnþættina læsi, sjálfbærni og sköpun. Lesa meira…

Fara í Topp