Lífssagan og lærdómurinn
Birt til heiðurs dr. Ingvari Sigurgeirssyni prófessor sjötugum
Grein I
Soffía Vagnsdóttir
Þessi grein er sú fyrsta af þremur sem ég skrifa til heiðurs mínum kæra vini, Ingvari Sigurgeirssyni, sem nýlega fagnaði sjötugsafmæli sínu.
Greinarnar eru samofnar, en fyrsta greinin er að hluta til byggð á erindi, sem ég flutti á skólaþingi sveitarfélaga þann 4. nóvember síðastliðinn. Hún er fyrst og fremst hugleiðing mín um þá vegferð sem skólinn hefur verið á allt frá því að foreldrar mínir voru börn og byggðu undir sína framtíð og fram til þess sem börn í skólum nútímans þurfa og ættu að læra. Samfélagið breytist og þróast og þörfin fyrir þekkingu og hæfni breytist líka. Nám er alltaf mikilvægt; það að læra eitthvað nýtt. Við lærum svo margt nýtt á hverjum degi sem ekki er endilega kennt í skólum. En við þurfum hæfnina til að vega og meta hvað er mikilvægt á hverjum tíma og hvort sá tími sem við höfum skipulagt í formlegt skólakerfi sé orðinn of stór hluti af lífi barna. Pasi Sahlberg hefur til að mynda bent á mikilvægi leiksins í lífi barna.
Þegar allt kemur til alls þá lítur maður sér nær þegar kemur að því að skoða hvernig ég hef lært það sem ég kann og hvað hefur komið sér best í lífinu. Ósjálfrátt máta ég mig við það sem ég er að reyna að leggja af mörkum inn í skólaumræðuna. Alltaf með barnið að leiðarljósi – barnið í miðjunni og hæfni þess til að skapa framtíð sína og hamingju. Lesa meira…