Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

fagmennska

Augnabliksmynd af fagmennsku kennara

í Greinar
©Kristinn Ingvarsson

Helgi Skúli Kjartansson

 

Þau skiptu máli heitir nýútkomið vefrit, sérrit veftímaritsins Netlu, greinasafn þar sem sagt er frá starfi tíu athyglisverðra grunnskólakennara. (Slóð: https://netla.hi.is/serrit-thau-skiptu-mali-sogur-grunnskolakennara/.) Þar er sjónum beint að brautryðjendum eða fyrirmyndum í kennarastétt sem skiptu máli fyrir skólastarf í landinu. En fyrirsögnin, „þau skiptu máli“, hittir ekki síður í mark þó hugsað sé um kennarastéttina í heild. Eða um nemendahópinn, þ.e. um okkur öll, sem einhvern tíma höfum verið á grunnskólaaldri og þá sannarlega skipt máli fyrir okkur hvert og eitt að njóta góðrar, frjórrar og faglegrar kennslu.

Hér ætla ég þó ekki að leggja út af þeirri kennslu sem ég naut sjálfur á barnsaldri eða hrósa happi að hafa á hentugum aldri fengið framsækinn og áhugasaman bekkjarkennara.[i] Heldur rifja upp aldarfjórðungs gamalt minningarbrot, augnabliksmynd sem ég hugsaði ekki út í fyrr en löngu seinna að sýnir einmitt dæmi um yfirlætislausa fagmennsku í hinu daglega starfi bekkjarkennarans.

Ég var þá nýfluttur til Stokkhólms með konu og barn, strák tæplega sex ára sem varð skólaskyldur örskömmu eftir komuna til landsins. Til að sú reynsla yrði ekki of ný og óvænt höfðum við komið honum í fimm ára bekk Ísaksskóla veturinn áður, svo að hann var bæði orðinn vanur skólalífinu og læs á íslensku. En í sænskunni kunni hann ekki orð, kom því inn í skólann og bekkinn gersamlega mállaus. Lesa meira…

Menntun og skóli, — nútíðin og framtíðir sem koma – efni til hugleiðingar

í Greinar

Jón Torfi Jónasson

 

Jón Torfi Jónasson, fyrrverandi prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, átti stórafmæli á síðasta ári. Af því tilefni var gefið út afmælisrit honum til heiðurs (sjá hér). Jafnframt var efnt til ráðstefnu þar sem fjallað var um framtíð menntunar frá ólíkum sjónarhornum. Á ráðstefnunni flutti Jón Torfi stutt ávarp þar sem hann varpaði fram fullyrðingum um mennta- og skólamál sem hann taldi mikilvægt að ræða og deila um. Ritstjórn Skólaþráða falaðist eftir því að fá að birta þetta yfirlit og lét Jón Torfi það góðfúslega í té með þessum orðum: Umræða um menntun hefur ætíð verið flókin og verður það áfram. Ég tel að nokkur grundvallaratriði ætti að setja á stall og ræða áður en fjölmargt annað tekur völdin í mennta- eða skólaumræðunni og jaðarsetur það sem hér er nefnt. Ég set fram ákveðnar fullyrðingar sem ég tel að ættu að hafa forgang í umræðu um menntun og legg fram örstutta útskýringu í hverju tilviki. Aðeins fyrsta atriðið er séríslenskt.

Að tillögu Jóns Torfa er ávarpið  birt hér í Skólaþráðum á íslensku, ensku (sjá hér) og pólsku (sjá hér). Lesa meira…

Nemendamiðað skólastarf – hvað er það? Hvað felst í því? Er til ein lausn og er lausnin – ein stærð sem passar öllum?

í Pistlar

 Erla Björg Rúnarsdóttir

 

Skólarnir okkar eru eins misjafnir og þeir eru margir en ég trúi því að starfsfólk skóla vilji öllum nemendum vel og að í öllum skólum sé fagfólk sem er að reyna sitt besta með þá þekkingu og í því starfsumhverfi sem það hefur.

Hvers vegna heyrast þá reglulega raddir foreldra og annarra aðila um að skólakerfið okkar sé ekki nógu gott og að kennarar séu ekki að standa sig? Hvers vegna sitja kennarar uppi með þá tilfinningu að þeim sé ekki treyst  sem fagmönnum?

Ég er talsmaður þess að skólastarf þurfi að byggja á styrkleikum nemenda en einnig á styrkleikum kennara, nemendahópsins og hópasamsetningunni. Hópastærð á ekki að vera ein stærð. Í núverandi lögum eru ekki til viðmið heldur er það á ábyrgð hvers sveitarfélags að setja sér viðmið og vinnureglur varðandi bekkjarstærðir. Í sveitarfélaginu sem ég starfa í eru það 22 nemendur á yngsta stigi og 28 á mið- og unglingastigi sem er til viðmiðunar við ákvarðanir um fjölda í bekkjum eða námshópum. Ef nemendur eru fleiri en sem þessu nemur er ákveðið kerfi sem segir til um hversu fljótt setja eigi saman nýjan umsjónarbekk. Lesa meira…

Hvar er draumurinn? Draumur kennarans

í Pistlar

 Erla Björg Rúnarsdóttir

 

Í skólum eru nemendur með ólíka styrkleika og margbreytilegar þarfir. Þar starfar einnig fólk með ólíkan bakgrunn og fjölþætta þekkingu sem sinnir fjölbreyttum störfum innan skólans með það að leiðarljósi að auka hæfni nemenda. Það má þó ekki gleyma mannlega þættinum. Þetta fólk þarf vissulega að vera viðbragðasnjallt og geta tekist á við allskonar aðstæður sem geta jafnvel reynst ofurhetjum erfiðar en staðreyndin er sú að þetta er fólk.

Íslenskir skólar starfa eftir menntastefnunni um skóla fyrir alla eða skóla án aðgreiningar. Menntastefnu sem er alþjóðleg og kemur fyrst fyrir á íslensku máli í þýðingu á Salamanca – yfirlýsingunni sem var samþykkt af Sameinuðu þjóðunum árið 1994 (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2015). En  hverjir eru það sem bera ábyrgð á framkvæmd stefnunnar?  Eru það eingöngu skólarnir og sveitafélögin? Eða er það mögulegt að fleiri starfsstéttir og fleiri aðilar beri ábyrgð?  Gagnrýnisraddir eru margar og þeir sem gagnrýna hæst og mest halda því fram að skortur á fjármagi hamli því að hægt sé að framfylgja stefnunnu. Foreldrar standa í þeirri trú að ef barnið þeirra er með greiningu þá eigi það rétt á því að námið sé sniðið að þeirra þörfum og  greiningunni fylgi meira fjármagn. Málið er að skóli fyrir alla er einmitt  fyrir alla og á læknisfræðileg greining ekki að skipta neinu máli í því samhengi. Lesa meira…

Er okkur ekki treystandi?

í Pistlar

Anna Reynarsdóttir

 

Í daglegu tali  er talað um fagmennsku þegar eitthvað er gert vandlega og af mikilli færni (Sigurður Kristinsson, 2013). Þessi orð eiga mjög vel við um kennarastarfið því að í kennslu þurfum við stöðugt að vanda okkur og leita leiða til að gera hlutina á betri hátt í sífellt breytilegu samfélagi. Í Aðalnámskrá grunnskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011) er fagmennska kennara skilgreind sem sérfræðileg starfsmenntun, þekking, viðhorf og siðferði, ásamt því að snúast um nemendur, menntun þeirra og velferð. Þrátt fyrir sameiginlegan skilning yfirvalda á fagmennskunni er sannleikurinn samt sá að við kennarar þurfum að stöðugt að berjast fyrir fagmennsku okkar þar sem sífellt er horft framhjá henni af sérfræðingum sem vilja gera stéttina að starfsmönnum á plani og ítrekað hefur samfélagið  sent þau skilaboð að kennarar séu í farþegasætinu þegar kemur að eigin starfi. Lesa meira…

Raddir af vettvangi

í Greinar

Anna María Gunnarsdóttir, Valgerður S. Bjarnadóttir og Jón Torfi Jónasson

 

Í þessari grein segir af tilraunaverkefni sem Kennarasamband Íslands réðist í með fulltingi Jóns Torfa Jónassonar og Valgerðar S. Bjarnadóttur vorið 2021. Að hálfu KÍ vann Anna María Gunnarsdóttir að verkefninu í samráði við Framkvæmdarstjórn skólamálaráðs KÍ og skólamálanefndir og fagráð aðildarfélaga.

Hlutverk Kennarasambands Íslands er margþætt. Það gætir ekki einungis hagsmuna og réttinda félaga sinna heldur hefur aukinheldur þau hlutverk að auka samstarf kennara, efla fagvitund, efla skólastarf og stuðla að framförum í skólamálum (Kennarasamband Íslands, 2022). Til að sinna þessum hlutverkum eru sjálfsagt margar leiðir en mjög mikilvægt er fyrir forystufólk í Kennarasambandinu að vera í sterkum tengslum við sitt félagsfólk og byggja umræður og stefnumótun á því sem sprettur úr dagsins önn í skólastarfinu sjálfu.

Megintilgangur verkefnisins var að þróa aðferð fyrir samtök kennara til að tengjast vettvangi og rækta umræðu um fagleg málefni við kennara og skólastjórnendur og virkja þannig raddir skólafólks af vettvangi innan raða KÍ , meðal annars til að það heyri hvert í öðru og að sjónarmið fagfólks sem í skólunum vinnur berist víðar. Slíkt samtal getur hvort tveggja nýst Kennarasambandinu við stefnumótun og vinnu að faglegum málefnum og tengt starfandi kennara við samtök sín, vettvang og faglega umræðu. Lesa meira…

Ræður fagleg sýn leikskólakennara för varðandi nám ungra barna í leikskólum á Íslandi?

í Greinar

Hólmfríður K. Sigmarsdóttir

Er leikskólakennarinn sérfræðingur um nám leikskólabarna er spurning sem ég hef velt fyrir mér í mörg ár og gerist sífellt áleitnari. Fram til þessa hefur þessi spurning mikið byggt á minni faglegu tilfinningu og mótast af því umhverfi sem ég hef starfað í. Ég hóf störf í leikskóla haustið 1974 og hef ætíð litið svo á að leikurinn sé sú leið sem nám barnanna byggir á. Mín sýn er að það skipti ekki máli hvar leikurinn fer fram; það er eðli leiksins sem skipti máli. Þetta hefur ríka tengingu við það sem margir fræðimenn líta á sem grunnþátt í námi ungra barna. Í faglegum samræðum sem ég hef tekið þátt í með leikskólakennurum, bæði á Íslandi og erlendis, hafa þessi sjónarmið einnig komið fram. Þá má ráða af skrifum margra fræðimanna um leikskólamál á síðustu árum að þeir líti einnig svo á að leikurinn sé mikilvægasta leið barna til náms. Lesa meira…

Fara í Topp