Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Tag archive

Borgarholtsskóli

Slökun í anda lærdómssamfélagsins – þróunarverkefni á framhaldsskólabrautum Borgarholtsskóla

í Greinar

Hrönn Harðardóttir 

 

Í Borgarholtsskóla eru tvær framhaldsskólabrautir. Nemendur sem koma á framhaldsskólabraut eru þeir sem ekki hafa náð tilskildum árangri til þess að hefja nám á öðrum brautum framhaldsskólanna. Framhaldsskólabraut 2 er fyrir nemendur sem hafa fengið eitt D eða eru með eina stjörnumerkta einkunn úr grunnskóla og framhaldsskólabraut 1 er fyrir nemendur sem hafa fengið tvö eða fleiri D eða eru með fleiri en tvær stjörnumerktar einkunnir úr grunnskóla. Framhaldsskólabrautum er ætlað að koma til móts við fræðsluskyldu til 18 ára aldurs og að framhaldsskólarnir bjóði upp á menntun sem hentar hverjum og einum, enda eiga allir rétt á að hefja nám í framhaldsskóla óháð því hvernig þeim hefur gengið í grunnskóla (Mennta og menningaráðuneytið, 2015). Nemendur framhaldsskólabrautanna geta valið á hvaða línu þeir vilja hefja nám. Í boði eru verknámslína, bóknámslína og listnámslína. Þannig tengjast nemendurnir strax þeim brautum sem þeir stefna á að loknu námi á framhaldsskólabraut. Nám á framhaldsskólabraut tekur eitt ár.  Lesa meira…

KYNið í Borgó 10 ára: Upphaf, þróun og framtíðarsýn

í Greinar

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir

… ég lærði … hversu mikilvægt það er að brjóta þessar staðalímyndir sem ríkja um karlmenn og kvenmenn. Draumarnir mínir eru t.d. að vera flugmaður, lögreglukona og með því atvinnukona í fótbolta. Þetta eru allt rosalega karlmannsleg störf en í einum tímanum í kynjafræði fékk ég einhverja tilfinningu, svona sigurtilfinningu, um það hvað mig langaði miklu meira að rústa þessum köllum í þessum störfum og ekki láta neitt svona stoppa mig … (18 ára nemandi í KYN 103).

Fyrir sléttum tíu árum hafði ég starfað í eitt ár sem kennari við Borgarholtsskóla, en þangað réði ég mig strax eftir útskrift frá Háskóla Íslands, með MA gráðu í kennslufræðum. Áhugi minn á jafnréttismálum hafði leitt mig áfram í námi mínu þar, en í einu verkefnanna ákvað ég að gera óvísindalega könnun á því hvort jafnréttisfræðsla væri hluti af námi nemenda í framhaldsskólum. Í ljós kom að hvergi var kenndur áfangi um þetta málefni sérstaklega þó vissulega væru margir kennarar sem fjölluðu um jafnréttismál í kennslu sinni, t.d. í lífsleikni og félagsfræði, en það var hvorki kerfisbundin né markviss, heildstæð jafnréttisfræðsla. Verandi femínisti til margra ára þekkti ég jafnréttislögin frá 1975, sem voru endurskoðuð árið 2008, þar sem kveðið er á um að jafnréttisfræðsla skuli fara fram á öllum skólastigum (sjá hér). Lesa meira…

Fara í Topp