Í Skólaþráðum eru birtar greinar um þróunar- og umbótastarf í skólum og fréttir af áhugaverðu skólastarfi. Ritinu er ætlað að vera vettvangur fyrir skólafólk til að miðla góðum hugmyndum og fyrir gagnrýna umræðu um stefnur og strauma í skólastarfi. Ritið þjónar öllum skólastigum og birtir fjölbreytt efni; langar og stuttar greinar, fréttir, pistla og umræðugreinar. Hægt er að nýta kosti vefmiðils með því að birta einnig hljóð- og myndefni. Þá er gefinn kostur á ritrýndu efni. Allar greinar eru lesnar af a.m.k. tveimur ritstjórum eða sérfræðingi sem sérstaklega er fenginn til þess. Ritrýndar greinar eru eru lesnar af tveimur viðurkenndum sérfræðingum á viðkomandi sviði, auk þess sem ritstjórar lesa þær. Fullrar nafnleyndar er gætt gagnvart ritrýnum. Heimildir eru skráðar eftir APA-kerfinu.

Þeir sem vilja koma efni á framfæri geta snúið sér til ritstjórnar með því að senda tölvupóst á netfangið skolastofan(hja)skolastofan.is.

Ritstjórn er einnig þakklát fyrir ábendingar um áhugavert efni.

Ritið er öllum opið – en gegnir sérstöku hlutverki gagnvart félagsmönnum í Samtökum áhugafólks um skólaþróun, enda stendur félagið að útgáfunni. Um félagið má fræðast á www.skolathroun.is


Birt 15.12.2016