
Bestu kennslustundirnar eru þegar umræða skapast um þróun vísinda
Rætt við Valdimar Helgason einn af fimm kennurum sem tilnefndir voru til Íslensku menntaverðlaunanna 2022
Íslensku menntaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 2. nóvember sl. Sýnt var frá athöfninni í sjónvarpsþætti á RUV kvöldið eftir. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum: Framúrskarandi skólastarf, kennsla, þróunarverkefni og iðn- og verkmenntun. Að auki eru veitt hvatningarverðlaun (sjá nánar hér). Verðlaunahafar voru kynntir vel í fyrrnefndum sjónvarpsþætti (sjá hér), en ritstjórn Skólaþráða hafði áhuga á að fá að kynnast betur þeim kennurum sem tilnefndir voru fyrir framúrskarandi kennslu. Því var ákveðið að leita til þeirra og biðja þau að svara nokkrum spurningum um viðhorf sín og reynslu og urðu þau góðfúslega við þeirri beiðni.
Hér eru svör Valdimars Helgasonar sem tilnefndur var fyrir framúrskarandi árangur í raungreinakennslu. Lesa meira…
Verið sanngjörn, haldið í gleðina, fjörið og hafið gaman
Rætt við Mikael Marinó Rivera, kennara í Rimaskóla í Reykjavík, einn af fimm kennurum sem tilnefndir voru til Íslensku menntaverðlaunanna 2022
Íslensku menntaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 2. nóvember sl. Sýnt var frá athöfninni í sjónvarpsþætti á RUV kvöldið eftir. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum: Framúrskarandi skólastarf, kennsla, þróunarverkefni og iðn- og verkmenntun. Að auki eru veitt hvatningarverðlaun (sjá nánar hér). Verðlaunahafar voru kynntir vel í fyrrnefndum sjónvarpsþætti (sjá hér), en ritstjórn Skólaþráða hafði áhuga á að fá að kynnast betur þeim kennurum sem tilnefndir voru fyrir framúrskarandi kennslu. Því var ákveðið að leita til þeirra og biðja þau að svara nokkrum spurningum um viðhorf sín og reynslu og urðu þau góðfúslega við þeirri beiðni.
Hér eru svör Mikaels Marinó Rivera, kennara við Rimaskóla í Reykjavík, sem tilnefndur var til menntaverðlaunanna fyrir áhugaverða kennslu, meðal annars fyrir að þróa fjölbreyttar valgreinar sem hafa höfðað til breiðs hóps nemenda.Mikael Lesa meira…
Ég hef lært að meta lykilhæfnina betur eftir því sem ég hef unnið meira með hana
Rætt við Guðríði Sveinsdóttur, kennara við Giljaskóla á Akureyri, einn af fimm kennurum sem tilnefndir voru til Íslensku menntaverðlaunanna 2022
Íslensku menntaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 2. nóvember sl. Sýnt var frá athöfninni í sjónvarpsþætti á RUV kvöldið eftir. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum: Framúrskarandi skólastarf, kennsla, þróunarverkefni og iðn- og verkmenntun. Að auki eru veitt hvatningarverðlaun (sjá nánar hér). Verðlaunahafar voru kynntir vel í fyrrnefndum sjónvarpsþætti (sjá hér), en ritstjórn Skólaþráða hafði áhuga á að fá að kynnast betur þeim kennurum sem tilnefndir voru fyrir framúrskarandi kennslu. Því var ákveðið að leita til þeirra og biðja þau að svara nokkrum spurningum um viðhorf sín og reynslu og urðu þau góðfúslega við þeirri beiðni. Hér eru svör Guðríðar Sveinsdóttur, kennara við Giljaskóla á Akureyri sem tilnefnd var fyrir framúrskarandi skapandi kennslu og fyrir að deila námsefni og reynslu með öðrum kennurum. Lesa meira…
Skemmtilegast finnst mér þegar nemandi tekur eitthvað frá mér og bætir við eða breytir
Rætt við Ástu Kristjönu Guðjónsdóttir, kennara í Reykholtsskóla í Bláskógabyggð, einn af fimm kennurum sem tilnefndir voru til Íslensku menntaverðlaunanna 2022
Íslensku menntaverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum 2. nóvember sl. Sýnt var frá athöfninni í sjónvarpsþætti á RUV kvöldið eftir. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum: Framúrskarandi skólastarf, kennsla, þróunarverkefni og iðn- og verkmenntun. Að auki eru veitt hvatningarverðlaun (sjá nánar hér). Verðlaunahafar voru kynntir vel í fyrrnefndum sjónvarpsþætti (sjá hér), en ritstjórn Skólaþráða hafði áhuga á að fá að kynnast betur þeim kennurum sem tilnefndir voru fyrir framúrskarandi kennslu. Því var ákveðið að leita til þeirra og biðja þau að svara nokkrum spurningum um viðhorf sín og reynslu og urðu þau góðfúslega við þeirri beiðni.

Viðtölin munu birtast á næstu dögum og er það fyrsta hér, við Ástu Kristjönu Guðjónsdóttir. Ásta var tilnefnd fyrir framúrskarandi árangur við að einstaklingsmiða kennslu og koma til móts við nemendur með fjölbreyttar þarfir. Ásta lauk B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1990, diplómunámi í tölvu og upplýsingatækni frá sama skóla 2003. Síðan sneri hún sér að sérkennslufræðum og lauk meistaragráðu á því sviði 2009. Ásta hefur kennt í Reykholtskóla frá 2014, en hafði áður kennt við skóla víða um land, auk ritstjórnarvinnu hjá Námsgagnastofnun. Ásta hefur unnið að margþættum þróunarverkefnum, einkum verkefnum sem tengjast upplýsingatækni í skólastarfi. Undanfarin ár hefur hún unnið að innleiðingu upplýsingatækni í Reykholtsskóla með það að markmiði að auðvelda nemendum aðgengi að verkfærum sem stuðla að fjölbreyttari námsleiðum og verkefnaskilum. Ásta hefur haldið fyrirlestra og námskeið fyrir kennara um tölvu- og snjalltækni í skólastarfi. Lesa meira…
Taktu það frá mér!
Þorvaldur H. Gunnarsson
Þegar ég horfði í alvöruþrungið andlit kennaranemans sem sagði allt í einu í örvæntingu sinni: ,,Það er ekki hægt að koma til móts við alla þessa nemendur í sama tímanum, inni í sömu skólastofu,” þá brast eitthvað. Ég hugsaði: ,,Við erum enn að fást við þetta viðhorf, a.m.k. 20 árum eftir að ég heyrði það fyrst.” Ritgerð um freistnivanda kennara skaut þá upp kollinum.
Freistnivandi kennara (Eyjólfur Sturlaugsson, 2011) kemur fram þegar þjónusta þeirra, og þar með flæði valds, er ekki útfærð í anda þess sem löggjafinn ætlast til þar sem hagsmunir aðilanna virðast ekki fara saman. Kennarar freistast þá til að vinna meira að eigin hagsmunum í krafti sjálfræðis um útfærslu starfsins ,,á gólfinu” en slíkt kallast umboðsvandi og umboðstap, t.d. að hleypa fyrr út úr tíma, hringja ekki í foreldra ef vandamál koma upp eða mismuna nemendum með einhverjum hætti. Auðvitað ætlar sér enginn að svíkjast um. Þetta snýst ekki um það. Ástæða freistnivanda getur legið í tilhneigingunni ,,að komast af” og létta sér störfin við krefjandi aðstæður. Bjargir getur skort, fjöldi mála til úrlausna er of mikill og veldur tímaskorti, markmið geta verið flókin og óskýr, árangur starfsins er óviss og skjólstæðingarnir (nemendur) sækja skóla skyldunnar vegna. Lesa meira…
Einstaklingsmiðað nám?
Þórhildur Daðadóttir
Ég er alin upp í sveit. Átti góða æsku. Og þó að efnin væru ekki mikil, skorti mig ekkert. Nema eitt, bekkjarfélaga. Í sveitinni var lítill sveitaskóli. Við byrjuðum þrjú en svo fluttu bekkjarsystkini mín í burtu. Þannig að frá 4. bekk skorti mig bekkjarfélaga. Það var samt samkennsla í skólanum svo ég sat ekki ein í stórri skólastofu, en í sumum fögum voru árgangar ekki saman. Ég fékk t.d. einkakennslu í dönsku og ensku fyrstu árin. Einstaklingsmiðað nám? Nei, varla. Það var farið eftir námskránni og námsefnið var það sama og hafði alltaf verið; það sem bekkurinn á undan mér lærði, lærði ég, og það sem ég lærði, lærði bekkurinn á eftir mér. En er það þannig sem einstaklingsmiðað nám virkar? Einkakennsla? Að hver og einn læri á sinn hátt? Lesa meira…
Að 17 kennaranemar séu þegar komnir með raddveilueinkenni er óviðunandi
Kristín M. Jóhannsdóttir og Valdís Ingibjörg Jónsdóttir
Af öllum þeim starfstéttum sem „leigja“ rödd sína út sem atvinnutæki hafa raddir kennara verið álitnar í hvað mestri hættu (Verdolini og Ramig, 2001) enda hafa rannsóknir víða um heim sýnt að töluverður fjöldi starfandi kennara þjáist af raddveilum og þar með raddvandamálum (Vilkman 1996; Roy o.fl. 2004; Nybacka o.fl. 2012; Cantor Cutiva, Vogel og Burdorf, 2013). Sérstaklega hafa raddvandamál verið algeng meðal leikskólakennara (Sala o.fl., 2002; Kankare o.fl., 2012;).
Í íslenskri rannsókn á hávaða í leikskólum kom fram að um 20-25% kennaranna taldi sig vera með viðvarandi hæsi, kökktilfinningu í hálsi, raddbresti, rödd sem hvorki dugði í hávaða né í kennslu og um tíundi hluti hafði misst röddina, að minnsta kosti tímabundið (Jónsdóttir o.fl., 2015). Það er í samræmi við þær rannsóknir sem vísað hefur verið í hér að framan. Raddveilur eru ekki bara bagalegar fyrir kennarann sjálfan heldur hafa þær áhrif á hlustunargetu nemenda og þær geta kostað samfélagið mikið. Í bandarískri rannsókn frá 2001 kom t.d. í ljós að þjóðfélagslegur kostnaður Bandaríkjanna vegna raddvandamála kennara nam 2,5 milljarða dollara á ári (Verdolini og Ramig, 2001). Það er því mikilvægt að kennarar hafi góða raddheilsu. Lesa meira…
Hörðu málin í framhaldsskólunum
Grein (ávarp) birt til heiðurs dr. Jóni Torfa Jónassyni prófessor emeritus 75 ára
Súsanna Margrét Gestsdóttir
Þegar ég var beðin að tala hér í nokkrar mínútur um framhaldsskólann fann ég strax að mig langaði til að tala um hörðu málin í framhaldsskólanum. En hvað á ég við með því?
Við höfum alls konar stefnumótunarskjöl sem hægt er að skoða og ræða í þaula – ég ætla ekki að gera það hér. Og svo hafa þessir rúmlega 30 framhaldsskólar sem starfa hér á landi ýmiss konar námskrár og nálganir – ég ræði það ekki heldur.
Það sem mig langar að nota þetta tækifæri til að ræða og kalla hörðu málin í framhaldsskólanum eru þau sem skipta jafnvel meira máli en hvaða greinar eru kenndar og hversu miklum tíma er varið í hverja þeirra.
Ég tel að þetta rúmist undir grundvallarspurningunni: Hvernig fólk viljum við útskrifa úr íslenskum framhaldsskólum?
Lítum upp úr opinberum skjölum og ræðum þetta mál. Við viljum trúlega flest að nemendur sem ljúka framhaldsskólanámi
- hafi öðlast gagnrýna hugsun og beiti henni, láti t.d. ekki auðveldlega blekkjast á tímum falsfrétta og upplýsingaóreiðu.
- séu meðvituð um mikilvægi samkenndar, sjái samhengi orða og gjörða í samskiptum fólks af öllu tagi, og átti sig á að lífsins gæði verða ekki minni þegar fleiri fá notið þeirra.
- geri sér grein fyrir samhengi fyrirbæra og atburða, að allt á sér orsök og allt hefur afleiðingar. Hvernig það ætti t.d. ekki að koma neinum á óvart að opinber stuðningur við hernað í fjarlægum heimshluta leiði til þess að milljónir – já milljónir – missa heimili sín og þurfa að leita um langan veg að öryggi til okkar sem látum þá eins og við getum náðarsamlegast hlaupið undir bagga með fáeinum þeirra. Eins og þeirra vandi sé ekki okkar mál!
Þetta þrennt sem ég hef nefnt gerir allt kröfu um yfir-hugsun, að hugsa um það að hugsa.
Og þá komum við að kennurunum. Er ekki sjálfsagt að gera þá kröfu til framhaldsskólakennara að þau séu meira en faggreinakennarar, að þau hugi líka að stóru línunum í menntun nemenda sinna? Lesa meira…
Leikskólinn ‒ þar sem framtíðin fæðist
Grein birt til heiðurs dr. Jóni Torfa Jónassyni prófessor emeritus 75 ára
Kristín Dýrfjörð
Steinn Steinar orti í 1942, „Í draumi sérhvers manns er fall hans falið“, en í draumum sérhverjar manneskju er líka framtíð hennar falin.
Og ég á mér draum – um betra líf, um góða leikskóla og framtíð.
Ég á mér draum, um að leikur barna einkennist af leikgleði og hugmyndaríki í skapandi og styðjandi umhverfi.
Ég á mér draum um að í leikskólum starfi fagfólk sem treystir leik barna sem námsleið.
Ég á mér draum að leikskólinn sé vagga lýðræðis, sé vagga gagnrýninnar hugsunar.
Ég á mér draum um framtíð.
Nýlega hlustaði ég fyrirlestur um menntun á meðal frumbyggja í Rómönsku Ameríku. Meðal þess sem þar kom fram var umræða um tímann, hvernig við skynjum tímann og upplifum hann. Í samfélaginu sem þarna var til umfjöllunar var talað um að framtíðin væri fyrir aftan okkur, en fortíðin fyrir framan okkur. Þetta hljómar svolítið eins og öfugmæli en því meira sem ég hugsaði um þetta viðhorf til tímans, fannst mér það merkilegra og líka rétt. Því sannarlega mótast framtíð okkar í fortíðinni og fortíðinni mætum við á hverjum degi.
Í því sem við höfum gert eða ekki gert. Þeim tækifærum sem við fengum og nýttum eða vannýttum. Því má segja að framtíð leikskólans búi í fortíðinni. Þær ákvarðanir og þau viðhorf sem við mótum í dag verða hluti af því sem verður. Lesa meira…
Bókagleypir, slysaskot og fiðrildi: Ljóðaval lesara á lokahátíðum Stóru upplestrarkeppninnar 2022
Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir
Stóra upplestrarkeppnin hóf göngu sína sem þróunarverkefni árið 1996 og festi sig fljótt í sessi í sjöundu bekkjum í grunnskólum um allt land. Ræktunarstarfið í skólunum hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember. Hitann og þungann af því bera kennarar í sjöunda bekk. Haldnar eru bekkjarkeppnir, skólahátíðir og svo lokahátíðir að vori í héraði þar sem sigurvegarar úr hverjum skóla koma fram.
Það er félagsskapurinn Raddir – Samtök um vandaðan upplestur og framsögn sem kom keppninni á laggirnar og hefur séð um skipulag hennar undanfarinn aldarfjórðung. Á síðasta ári, 2021, var komið að þeim tímamótum að afhenda sveitarfélögum landsins keppnina en Raddir veittu ráðgjöf fyrsta árið. Af þessu tilefni var efnt til málþings þann 26. september 2022 með yfirskriftinni Stóra upplestrarkeppnin – Á tímamótum. Þar voru flutt ávörp og erindi sem varða þessi umskipti. Upptöku af málþinginu má finna á heimasíðu Radda (http://upplestur.hafnarfjordur.is/). Lesa meira…