Plöntur


1.spönn 2016-2017

Í þessu stýrða verkefni munum við skoða viðfangsefnið plöntur!
Þú býrð þér til bók – plöntubók – inn í hana á að setja eftirfarandi upplýsingar:

 1. Hannaðu forsíðu bókarinnar m.t.t. innihalds, teikna, mynda, hekla …
 2. Hugarkort um plöntur!
 3. Teiknaðu upp mynd af plöntu, merktu inn á hana rót, stöngul, laufblað og blóm. Lýstu hlutverkum hvers fyrir sig.
 4. Rannsakaðu nágrenni skólans. Finndu 10 plöntur, myndaðu þær, prentaðu út og límdu inn í bókina. Upplýsingar um plöntu verða að fylgja, þ.e. íslenska og latneska heiti hennar, kjörlendi, blómgunartími …
 5. Nytjar plantna; jurtate, jurtalyf, jurtalitun, jurtasmyrsl, krydd. Skrifið um þessar afurðir og framkvæmum litunina!
 6. Krossglíma – notaðu lengsta plöntuheitið og gerðu krossglímu!
 7. Þjóðarblómið.
 8. Er mismunur á plöntum eftir landshlutum – segið frá.
 9. Mannanöfn – plöntuheiti!
 10. Vangaveltur (paravinna); hlýnun jarðar, ljóstillífun, hvaða plöntur rotna, gróðureyðing, þjóðgarðar, friðlýstar plöntur, fjölgun plantna…
 11. Setjum ávaxtasteina í mold og sjáum hvað gerist!!

Heimildir; plöntuvefurinn, http://www.floraislands.is/papavrad.html http://www.yrkja.is/ http://ibn.is/jurtalitun/

blom

Metnaður er dyggð!

 

 

 

Aftur í grein


Verkefni úr Brúarásskóla – birt með greininni Það er gott að geta valið það sem maður VILL læra: Um Brúna – þróunarverkefni í Brúarásskóla, sjá hér.

Skildu eftir svar

Your email address will not be published.

*