ÉG
Í þessu stýrða verkefni munum við kryfja hugtakið ÉG!
Af hverju er ég eins og ég er?
Erfðir og umhverfi.
- Erfðafræði – fyrirlestrar og verkefnabók.
Þið fáið að læra um gen, litninga, DNA, sögu erfðafræðinnar og erfðatækni. - Klónun – skrifið a.m.k. eina blaðsíðu á ensku (1 ½ línubil, 12 punkta letur, titill). Read the articles and watch the videos provided by the teacher.What is your opinion? Are you pro or against cloning? Explain and defend your point of view. Cite examples, quotes, and scientific data to support your paper.
- Sálfræði – fyrirlestur, umræður. Sjálfið, sálin … tilfinningaskalinn, gleðiríkar og daprar tilfinningar. Ljóðagerð – tilfinningar.
- Af hverju er ég eins og ég er, hvað hefur mótað mig í lífinu?
Umræður – hugleiðing að lágmarki 300 orð. - Ættartré – gera ættartré, a.m.k. fjóra til fimm ættliði. Gaman væri að hafa myndir af fólkinu. 🙂
- Íslendingabók – flettið Íslendingabók til að skoðið frændgarðinn!
- Önnur tilfallandi verkefni tengd viðfangsefninu.
Heimildir; efni frá kennara.
Alltaf að vanda sig
Verkefni úr Brúarásskóla – birt með greininni Það er gott að geta valið það sem maður VILL læra: Um Brúna – þróunarverkefni í Brúarásskóla, sjá hér.