Tímarit Samtaka Áhugafólks um Skólaþróun

Monthly archive

október 2024

Menntakerfi í krísu?

í Greinar

Eva Harðardóttir

 

Þegar ég útskrifaðist með doktorspróf í menntunarfræðum fékk ég að gjöf bol með áletruninni What would Hannah Arendt do? Þar var á ferðinni ákveðinn einkahúmor en nú sléttu ári eftir útskrift sit ég í bolnum og velti þessari spurningu alvarlega fyrir mér í ljósi þeirrar líflegu en oft og tíðum afar neikvæðu opinberu umræðu sem einkennir menntamálin á Íslandi. Daglega birtast greinar í fjölmiðlum sem viðra mismunandi skoðanir á kjörum og vinnuframlagi kennara, gæðum náms, árangri nemenda, líðan þeirra og möguleikum til farsællar framtíðar. Orðræðan er í þeim anda að krísuástand virðist ríkja á vettvangi menntunar. En í hverju nákvæmlega liggur þessi krísa?

Árið 1954 skrifaði heimspekingurinn Hannah Arendt (2006) stutta en þýðingarmikla grein sem bar heitið The Crisis in Education þar sem hún rýnir í bandarískt menntakerfi. Greinin hefst á þeim orðum að ekki þurfi auðugt ímyndarafl til að gera sér grein fyrir þeim hættum sem stafi af stöðugt hnignandi gæðum í skólakerfinu. Áhyggjuefni þess tíma voru meðal annars slök lestrarfærni drengja, agaleysi nemenda og efasemdir um störf kennara. Hljómar kunnuglega? Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Tilraun til að innleiða litakvarða í stað talnakvarða í leiðsagnarnámi

í Greinar

Hafsteinn Óskarsson og Sigurrós Erlingsdóttir

Í þessari grein er sagt frá starfendarannsókn í framhaldsskóla þar sem höfundar innleiddu litakvarða í stað einkunnakvarða með tölum í tengslum við innleiðingu leiðsagnarnáms.

Menntaskólinn við Sund hefur gengið í gegnum miklar breytingar undanfarinn áratug. Samfara því að fjögurra ára bekkjarkerfi var lagt niður og þriggja anna áfangakerfi tekið upp hefur námið verið stytt í þrjú ár. Með þessari kerfisbreytingu hafa yfirlitspróf horfið og í staðinn komið símat í áföngum sem spanna tólf vikur. Við tvö, höfundar þessarar greinar, höfum kennt lengi við skólann og höfum þurft að laga kennsluna að breyttu umhverfi. Kennslugreinar okkar eru íslenska og hagfræði. Leiðsagnarnám hentar vel til að bregðast við breytingum í skólanum þar sem áhersla er lögð á virkni nemenda í að móta nám sitt og axla ábyrgð á því. Skólinn hefur unnið markvisst að innleiðingu leiðsagnarnáms frá haustinu 2017 (sjá Hjördís Þorgeirsdóttir, 2020, 2023). Leiðsagnarnám miðar að því að nemendur og kennari velji leiðir sem séu árangursríkari en ef matið hefði ekki farið fram. Við innleiðinguna hefur verið stuðst við kenningar Wiliams (2018) um leiðsagnarmat (e. formative assessment) og Hattie og Clarke (2019)  um markvissa endurgjöf. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Reynsla kennara að byggja upp hugsandi skólastofu í framhaldsskóla

í Greinar

Eyþór Eiríksson

 

Þessi grein fjallar um reynslu stærðfræðikennara í framhaldsskóla af kennslunálgun sem ber heitið hugsandi skólastofa (e. thinking classroom). Í greininni er gert ráð fyrir að lesandi þekki til grunnatriða hugsandi skólastofu. Bent er á bókina Building Thinking Classrooms in Mathematics: Grades K-12  eftir Peter Liljedahl. Von er á íslenskri útgáfu bókarinnar í þýðingu Bjarnheiðar Kristinsdóttur. Aftan við greinina er birtur listi yfir greinar og ritgerðir á íslensku um hugsandi skólastofu.

Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal

Hugvekja á Menntaþingi 2024 um nýja aðgerðaáætlun ráðherra

í Greinar

Berglind Rós Magnúsdóttir

 

Drög að nýrri aðgerðaáætlun í menntamálum 2024–2027 liggja nú fyrir en áætlunin er hugsuð til að aðgerðabinda hugmyndir sem birtust í Menntastefnu 2030. Fyrsta aðgerðaáætlun 2021–2024 hefur legið fyrir frá árinu 2021 og við eigum svo væntanlega von á þriðju aðgerðaáætlun fyrir 2027-2030, vonandi áður en árið 2027 gengur í garð. Ég brást við þessum drögum á nýliðnu Menntaþingi, á útgáfudegi skjalsins, en hef nú hripað niður nokkur atriði til viðbótar eftir að hafa lesið skjalið með aðgerðaáætluninni betur og setið allt þingið. Meginþunginn í þessu greinarkorni byggir á því sem ég sagði á þessum fimm mínútum sem mér voru úthlutaðar á þinginu. Hér er ekki gerð tilraun til að skoða vinnulag, form skjalsins eða tengsl áætlunar við Menntastefnu 2030 heldur er hér eingöngu rætt um drögin og inntak þeirra og þau skoðuð í samhengi við nýlegar rannsóknir og fræðilegar spurningar um hlutverk menntunar. Lesa meira…

image_pdfSmelltu hér fyrir PDF skjal
Fara í Topp