Fiona Elizabeth Oliver
Nýlega kom út bókin Leiðsagnarnám: Hvers vegna, hvernig, hvað? eftir Nönna Kristínu Christiansen. Það er ekki á hverjum degi að út kemur bók um kennslufræði á íslensku, að ekki sé minnst á bók um námsmat! Ritstjórn Skólaþráða leitaði til Fionu Elizabeth Oliver, enskukennara í Víkurskóla og bað hana að skrifa um bókina. Fiona tók þessu erindi vel enda mætti hún skrifa á móðurmáli sínu! Umsögn hennar er hér, en íslensk þýðing fylgir (sjá neðar).
This spring, Nanna Kristín Christiansen released a book Leiðsagnarnám: Hvers vegna, hvernig, hvað? Nanna is also well known for her previous book Skóli og skólaforeldrar. Ný sýn á samstarfið um nemandann (2010). Her newest book is built on the utmost professionalism, years of research, and collaboration with schools and teachers. I am sure that Nanna’s book will become a handbook for those looking to implement formative assessment into their classrooms.
In 2017, I began teaching at Kelduskóli, a school that had signed up to participate in a developmental project about formative assessment along with 16 other schools. The leaders of the SFS project were Edda Gíslrún Kjartansdóttir and Nanna Kristín Christiansen. Twenty informative meetings were held, in addition to a lecture where Shirley Clark, who is one of the world’s foremost experts in the field of formative assessment, was the keynote speaker (Nanna Kristín Christiansen, 2018). The following year, I joined the formative assessment leadership team in our school. The team consisted of the principal, the vice-principal and representatives from each grade level, as well as arts and handicrafts. This was done to ensure a good flow of information and representation of the entire school. The team met on a regular basis discussing what we had learned and what our next steps should be in the implementation process.
The 2019-2020 school year, Kelduskóli, along with four other compulsory schools in Reykjavík, became model schools. This project consisted of informative meetings, discussions, courses, project work, participation in the invaluable International Conference for Visible Learning in Edinburgh and school visits in London including John Morris’ school, Ardleigh Green (Nanna Kristín Christiansen, 2020). This was done with the intention that the model schools would become specialists in formative assessment, thus being better able to share their knowledge with other schools in Iceland.
Nanna’s book was released during my fourth consecutive year implementing formative assessment into my teaching. I have learned so much, yet somehow, I feel as though I have only begun to scratch the surface. The first year, the main focus was the learning culture. We worked a lot with Carol Dwerk’s ideology of growth mindset and really tried to create an environment where it was acceptable to make mistakes, because that’s where the real learning happens. I was immediately intrigued. I began reading and researching on my own. I started experimenting with feedback, giving students feedback on their work and asking students for their feedback on my teaching.
My second year, I had joined the formative assessment leadership team and dove deeper into the research and attempted to acquire as much information as possible. Nanna provided many lectures and courses for us which made the learning process easier and encouraged us to discuss and reflect on our practices. These opportunities, to have professional discussions and to share our experiences and ideas implementing formative assessment, were priceless. I gained a valuable amount of knowledge from everyone who participated in this project.
I must admit, feedback is my favorite part of formative assessment. According to Hattie & Clarke (2018), the effect size of feedback is 0.73 which means it can double the speed of learning. Feedback is most effective when it is accepted and used. For this to be achieved, a strong learning culture must be in place. Students need to know that mistakes are great learning opportunities and that we can all learn from each other. Trust is another key factor. The teacher needs to have gained the trust of the students for them to accept feedback.
When it was time for my first ever homeroom class to graduate, the class I began my formative assessment journey with, the amount of growth and success was spectacular. The hard work had paid off. My teacher efficacy and student-efficacy increased tremendously during the three years of gradually and systematically adding various elements of formative assessment to my practice. The school culture was one of growth-mindset where mistakes were celebrated as learning experiences. The talk partner system was common practice allowing students to have deep conversations about their learning, which in turn boosted pair and group work skills. My teacher clarity was augmented by including success criteria, showing exemplars (fyrirmyndarverkefni) and having conversations with my students of what success looks like in each particular assignment and/or project. Students were quick to realize what they had to do and what was expected of them. Providing students with continuous feedback during the process allowed them to recognize where they were and what they needed to do next to get to where they were going. Whereas the feedback the students provided me, granted me the opportunity to adjust my lessons and/or explanations to meet their needs. This learning environment was magical to say the least. My expectations for my students gradually increased, however, I remained certain that they would be able to reach my high standards because the process works. Unexpectedly, their expectations of me increased as well. They would be the first to let me know if I had not explained something well enough or forgotten to discuss what a “good one looks like”. Students were requesting more feedback and searching for ways to improve and make their work even better. They started enjoying the struggle and would tell me how proud of themselves they were after completing challenging assignments. They became independent, motivated, critical, and creative thinkers. They discovered how to work with the feedback that was given to them and became strong self and peer assessors. “Know thy impact” is a famous quote by John Hattie. Two years into our implementation of formative assessment I realized how much of an impact I could actually have on my students and their achievements.
In Leiðsagnarnám: Hvers vegna, hvernig, hvað? Nanna has gathered key information and research from the leading professionals in formative assessment. Furthermore, she has included practical information such as examples, projects, videos, recommended books, along with experience, thoughts and quotes from teachers and students in the model schools here in Reykjavík. Loads of material and resources all in one place make the book very accommodating. This is not only a book to sit down with and read, but makes the reader an active participant. Readers will want to scan a QR code to deepen their understanding on a particular topic or try out an assignment with their own students.
The book is divided into 10 chapters, in addition to the introduction, conclusion and conceptual definitions. Each chapter has a good theoretical base, key points, explanations and examples to strengthen the reader’s understanding. Nanna includes suggestions of activities for teachers to try that are easy to implement in any classroom. The inclusion of teacher and student experiences along with Nanna’s classroom observations from her collaboration with the model schools in Reykjavík, make the book very relatable, while simultaneously demonstrating the possibilities of implementing formative assessment. The book could not have come out at a better time with the increased interest for formative assessment in Iceland.
Leiðsagnarnám: Hvers vegna, hvernig, hvað? is not just a beautiful book to look through, but a user-friendly handbook. I believe whether it’s a teacher or a school who is taking their first steps into formative assessment or whether it is experienced teachers in the area, this book is for everyone. I know I plan on using it while I continue to purposefully implement all the facets of formative assessment into my classroom and school. In her new book, Nanna shares her broad depth of knowledge and decades of experience.
References
Hattie, J. & Clarke, S. (2018). Visible Learning Feedback. Routledge.
Hattie, J. & Smith, R.L. (2020). 10 Mindframes for Leaders: The VISIBLE LEARNING Approach to School Success. SAGE Publications Inc.
Nanna Kristín Christiansen. (2018). Leiðsagnarmat er málið. Þróunarverkefni 2017-2018. Reykjavíkurborg, skóla- og frístundasvið.
Nanna Kristín Christiansen. (2020). Leiðsagnarnám í grunnskólum Reykjavíkur 2019-2020. Þekkingarskólar í leiðsagnarnámi- Dalskóli, Hamraskóli, Hliðaskóli og Kelduskóli. Reykjavíkurborg, skóla- og frístundasvið.
Nanna Kristín Christiansen. (2021). Leiðsagnarnám: Hvers vegna, hvernig, hvað? Nanna Kristín Christiansen.
Fiona Elizabeth Oliver is an English teacher at Víkurskóli, teaching grades 8-10. She has an M.Ed. from the University of Iceland and is a board member of The Association of English Teachers in Iceland (FEKÍ). She has held lectures with Nanna Kristín Christiansen and other members of the model schools about formative assessment.
Íslensk þýðing
Í vor gaf Nanna Kristín Christiansen út bókina Leiðsagnarnám: Hvers vegna, hvernig, hvað? Nanna er einnig kunn fyrir fyrri bók sína Skóli og skólaforeldrar. Ný sýn á samstarfið um nemandann (2010). Nýja bókin hennar er skrifuð af fagmennsku og byggir á yfirgripsmiklum rannsóknum og samstarfi við skóla og kennara. Ég er sannfærð um að bók Nönnu verði handbók fyrir þá sem hafa áhuga á að innleiða leiðsagnarnám í skólastofum sínum.
Þegar ég byrjaði að kenna í Kelduskóla 2017 var búið að ákveða að skólinn tæki þátt í þróunarverkefni um innleiðingu leiðsagnarnáms ásamt sextán öðrum skólum. Stjórnendur þessa verkefnis af hálfu Skóla- og frístundasviðs voru þær Edda Gíslrún Kjartansdóttir og Nanna Kristín Christiansen. Haldnir voru tuttugu fræðslufundir í framhaldi af aðalfyrirlestri Shirley Clark sem er einn af helstu sérfræðingum á sviði leiðsagnarnáms í heiminum (Nanna Kristín Christiansen, 2018). Ári síðar tók ég sæti í innleiðingarteymi verkefnisins í skólanum okkar. Í teyminu sátu skólastjóri, aðstoðarskólastjóri og fulltrúar kennara hvers aldursstigs, auk fulltrúa list- og verkgreinakennara. Þetta var gert til að tryggja gott upplýsingastreymi og að sjónarmið allra í skólanum fengju að njóta sín. Teymið hittist reglulega til að ræða hvað við hefðum lært og hver ættu að vera næstu skref í innleiðingunni.
Skólaárið 2019-2020 var ákveðið að Kelduskóli, ásamt fjórum öðrum grunnskólum í Reykjavík, yrðu svokallaðir þekkingarskólar. í því fólst að skólinn tæki þátt í fræðslufundum, samræðum, námskeiðum, verkefnum og afar gagnlegri ráðstefnu, International Conference for Visible Learning sem haldin var í Edinborg, og skólaheimsóknum í London þar sem meðal annars var heimsóttur skóli John Morris, Ardleigh Green (Nanna Kristín Christiansen, 2020). Tilgangurinn með þessu var að kennarar þekkingarskólanna yrðu sérfræðingar í leiðsagnarnámi og yrðu færari um að deila þekkingu sinni með öðrum kennurum í landinu.
Bók Nönnu kemur út þegar ég er á fjórða árinu mínu við að innleiða leiðsagnarnám. Mér finnst ég hafa lært mjög mikið, en samt líður mér eins og ég sé rétt búin að snerta yfirborðið. Fyrsta árið var athygli beint að námsmenningunni. Við unnum mikið með kenningar Carol Dwerk um vaxtarhugarfar og lögðum okkur fram um að skapa námsumhverfi þar sem það er í lagi að gera mistök, því það er mikilvæg forsenda raunverulegs náms. Ég fylltist strax miklum áhuga og byrjaði að lesa og rannsaka upp á eigin spýtur. Ég fór að prófa mig áfram með endurgjöf, gaf nemendum endurgjöf á vinnu þeirra og bað þá að gefa mér einnig endurgjöf á kennsluna mína.
Á öðru árinu var ég orðinn þátttakandi í innleiðingarteyminu og sökkti mér ofan í rannsóknir og reyndi að viða að mér eins mikilli þekkingu og ég gat. Nanna bauð upp á fyrirlestra og námskeið fyrir okkur sem auðveldaði okkur námið og hvatti okkur til að ræða saman og ígrunda starfið. Þessi tækifæri, sem við fengum til að ræða saman faglega og deila reynslu okkar og hugmyndum voru ómetanleg. Ég lærði mjög mikið af öllum sem tóku þátt í þessu verkefni.
Ég verð að viðurkenna að endurgjöfin er það sem heillar mig mest í leiðsagnarnámi. Samkvæmt Hattie og Clarke (2018), er áhrifsstærð (e. effect size) endurgjafar 0.73 en í því felst að leiðsagnarnám getur tvöfaldað námshraða. Endurgjöf hefur mest áhrif þegar hún er viðurkennd og notuð. Meginforsenda fyrir þessu er sterk námsmenning. Nemendur verða að vita að mistök fela í sér námstækifæri og við getum lært mikið hvert af öðru. Traust er annað lykilatriði. Forsenda þess að nemendur nýti sér endurgjöf er að kennarinn eigi traust þeirra.
Þegar ég brautskráði fyrsta umsjónarhópinn minn, sem var einmitt hópurinn sem ég hóf þessa leiðsagnarnámsferð með, sá ég árangur og framfarir svo um munaði. Þessi mikla vinna hafði skilað sér. Árangur minn og nemenda í námi og starfi hafði aukist gríðarlega á þeim þremur árum, þegar ég, stig af stigi og með kerfisbundnum hætti, bætti aðferðum leiðsagnarnáms inn í kennsluna mína. Námsmenningin einkenndist af vaxtarhugarfari þar sem litið var á mistök sem góð námstækifæri. Að eiga sér námsfélaga varð að föstum þætti í skólastarfinu og gaf nemendum tækifæri til að eiga djúpar samræður um námið, um leið og það efldi hæfni þeirra í að vinna saman tveir og tveir og í hópum. Framsetning mín varð markvissari þegar við bættist að ég kynnti þeim hæfniviðmið, sýndi þeim dæmi um fyrirmyndarverkefni og átti samræður við þá um hvað væru góð skil á tilteknu verkefni eða viðfangsefni. Nemendur voru fljótir að gera sér grein fyrir því hvað þeir þurftu að gera og hvers var vænst af þeim. Með því að gefa nemendum stöðuga endurgjöf meðan á náminu stóð auðveldaði það þeim að átta sig á því hvar þeir voru staddir og hvað þeir þurftu að gera næst til að ná settu marki. Og endurgjöfin sem ég fékk frá nemendum gaf mér tækifæri til að laga kennsluna eða útskýringar mínar að þörfum þeirra. Þetta námsumhverfi var töfrum líkast, svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Væntingar mínar til nemenda jukust stig af stigi, en ég var þess fullviss að þeim myndi takast að ná þessum metnaðarfullu markmiðum vegna þess að þessi aðferð virkar. Og það sem ég átti ekki von á; væntingar þeirra í minn garð jukust líka. Þeir voru fyrstir til að láta mig vita ef ég hafði ekki útskýrt eitthvað nægilega vel eða gleymt að lýsa því hvernig góð úrlausn liti út. Nemendur gerðu kröfur um aukna endurgjöf og leituðu leiða til að bæta sig og skila enn betri verkefnum. Þeim fór að þykja þetta skemmtilegt og fóru að segja mér hversu stoltir þeir voru eftir að hafa skilað krefjandi verkefni. Þeir urðu sjálfstæðir, áhugasamir, gagnrýnir og skapandi í hugsun. Þeir lærðu að nýta sér endurgjöfina sem þeir fengu og urðu sterkari í sjálfs- og jafningjamati. „Þekktu áhrif þín“ er þekkt tilvitnun frá John Hattie. Eftir tvö ár af innleiðingu leiðsagnarnáms skildi ég hvaða áhrif ég gæti raunverulega haft á nemendur mína og námsárangur þeirra.
Í bókinni Leiðsagnarnám: Hvers vegna, hvernig, hvað? hefur Nanna safnað saman upplýsingum og rannsóknarniðurstöðum leiðandi fræðimanna á sviði leiðsagnarnáms. Hún birtir líka ýmsar hagnýtar upplýsingar, svo sem dæmi, verkefni, myndskeið og ítarefni, ásamt því að miðla af eigin reynslu, hugsunum og tilvitnunum í kennara og nemendur í þekkingarskólunum hér í Reykjavík. Bókin er full af efni og björgum á einum og sama stað. Þetta er ekki bara bók til að setjast niður með og lesa, heldur gerir hún lesandann að virkum þátttakanda. Lesendur geta nálgast efni með QR kóðum til að dýpka þekkingu sína á ákveðnum atriðum eða til að sækja sér verkefni til að prófa með nemendum.
Bókin skiptist í tíu kafla, auk inngangs, lokaorða og hugtakaskýringa. Í hverjum kafla er góður fræðilegur grunnur, lykilatriði eru útskýrð, ásamt skýringum og dæmum til að dýpka skilning lesandans. Nanna lætur fylgja tillögur að verkefnum sem kennarar geta auðveldlega nýtt sér í hvaða skólastofu sem er. Dæmi um umsagnir kennara og nemenda, ásamt dæmum sem Nanna byggir á eigin reynslu og athugunum, auk efnis úr samstarfsskólum hennar í Reykjavík, gera bókina afar læsilega, um leið og sýndir eru möguleikar á að innleiða leiðsagnarnám. Þar sem áhugi á leiðsagnarnámi er mjög að aukast á Íslandi um þessar mundir má segja að bókin hafi ekki getað komið út á betri tíma.
Leiðsagnarnám: Hvers vegna, hvernig, hvað? er ekki bara falleg bók að fletta, heldur er hún líka notendavæn handbók. Ég er þess fullviss, að hvort heldur er kennari eða kennarar í ákveðnum skóla, sem eru að taka sín fyrstu skref í átt að leiðsagnarnámi, eða kennarar með miklar reynslu á þessu sviði, þá hentar bókin öllum. Ég ætla svo sannarlega að nota bókina til að innleiða alla þætti leiðsagnarnáms í minni kennslu, sem og í skólanum mínum. Í þessari nýju bók miðlar Nanna af djúpri þekkingu og áratuga reynslu.
Heimildir
Hattie, J. og Clarke, S. (2018). Visible Learning Feedback. Routledge.
Hattie, J. og Smith, R. L. (2020). 10 Mindframes for Leaders: The VISIBLE LEARNING Approach to School Success. SAGE Publications Inc.
Nanna Kristín Christiansen. (2018). Leiðsagnarmat er málið. Þróunarverkefni 2017-2018. Reykjavíkurborg, skóla- og frístundasvið.
Nanna Kristín Christiansen. (2020). Leiðsagnarnám í grunnskólum Reykjavíkur 2019-2020. Þekkingarskólar í leiðsagnarnámi- Dalskóli, Hamraskóli, Hliðaskóli og Kelduskóli. Reykjavíkurborg, skóla- og frístundasvið.
Nanna Kristín Christiansen. (2021). Leiðsagnarnám: Hvers vegna, hvernig, hvað? Nanna Kristín Christiansen.
Fiona Elizabeth Oliver (Fiona.Elizabeth.Oliver(hja)rvkskolar.is) er enskukennari á unglingastigi í Víkurskóla. Hún er með meistaragráðu frá Háskóla Íslands og situr í stjórn Félags enskukennara á Íslandi. Fiona hefur haldið fyrirlestra og fræslufundi um leiðsagnarnám, m.a. í samstarfi við Nönnu Kr. Christiansen.
Ritdómur birtur: 30/6/2021